come, be blessed and be happy
búin að pakka fyrir ferðina ... hrikalega langt síðan ég hef farið í útilegu og er alveg steinbúin að gleyma hvað ég á að taka með mér í svoleiðis:) þegar ég fór í den var þetta alltaf þannig að við tókum svefnpoka og tjald, tannbursta, sundföt, fötin sem við stóðum í og nóg áfengi til að höndla allt sem gæti komið fyrir - og sjóhattinn, sjóhatturinn var nauðsynlegur:)
kann ekki alveg við að fara svoleiðis að í þetta skipti þannig að ég hef verið að fara yfir ferðina í huganum eins og snillingurinn ráðlagði mér og er með fulla tösku af dóti og held að ég hafi gert ráð fyrir næstum öllu
ég get til dæmis dottið tvisvar í ánna án þess að ég verði að fá lánaða sokka en ef mig langar til að þess að hoppa í ánna viljandi þá pakkað ég sundbolnum mínum líka:) ef það kemur hellidemba þá er ég seif
ef það er glampandi sól þá er ég með föt í það
ef það vantar klósettpappír þarf ég ekki að hafa áhyggjur
ég er með þriggja-sæta útilegu-sófa og borð (án gríns:) - ég á yndislegasta bróður og frábærustu mágkonu í heimi)
ef ég brenn í sólinni er ég með blátt krem og á morgun næ ég í gult krem til að koma í veg fyrir að ég brenni í sólinni
ég er með tannkrem og auka linsur og sólgleraugu og ef mig langar til að fara í hnífaparís þá er ég með hníf í það
ég er með m&m (takk Íris:)) og kaupi mat á morgun
ég er búin að hlaða fjögur batterí, tvö í símann og tvö í myndavélina (og búin að tæma minniskortið í vélinni þannig að ég get tekið 64 myndir:))
... ætti ég að taka brenniboltann með mér?:)
eins og mamma myndi orða það I've got everything except the kitchen sink:)
núna ætla ég að sofa og dreyma þráðlaust net og glampandi sól - ef þráðlausa netið mitt drifi uppí Þórsmörk myndi ég taka tölvuna með og blogga í sólinni:)
góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli