fimmtudagur, júní 02, 2005

Ég fór til Sandgerðis á mánudaginn, Sandgerði er lengra en flugvöllurinn:
Fjölbreytt atvinnuframboð, fjölskylduvænt umhverfi, hátt þjónustustig, lægstu þjónustugjöld á landinu, mikið lóðáframboð, frábærar samgöngur á landi, í lofti og á vegi, frístundabyggð, gjöful fiskimið, stuttar vegalengdir - og umfram allt: Vinalegt umhverfi og ljúft viðmót nágrannanna. Er hægt að biðja um það betra?
Vertu velkomin(n)!

Sandgerði, jamms, hvað get ég sagt, það er ábyggilega stutt í alla þjónustu, skóla og verslanir því þetta er ekkert svo stór staður en ég er ekki að hugsa um að flytja þangað ... ég keyrði Tómas að minnsta kosti út fyrir bæinn í annað skipti og félagsskapurinn var góður:)

í gær var ekki rigning en ég tók samt smá til ... og í kvöld, í kvöld hjálpaði ég Írisi að flytja með kerru!!:) pabbi hennar lánaði henni kerru sem við hengdum aftan í Tómas og keyrðum dótið af gamla staðnum á nýja og ég fékk að bakka í stæði og fyrir horn og skemmti mér konunglega:) Ævar er að leita að "aaaahhhh" neistanum í tónlist ... mér finnst það sem ég hlusta á ennþá frábært en ég hef fundið annan "aaaahhhh" neista sem er alveg að virka og tónlist verður óþörf, hengið kerru aftan í bílinn ykkar og leikið ykkur að því að bakka í stæði:)

lifið heil

Engin ummæli: