sunnudagur, apríl 28, 2024

Sjálfsævisögur

Síðasta vor skrifaði ég drög að sjálfsævisögu í námskeiði hjá Oddnýju Eir Ævarsdóttur rithöfundi. Þetta námskeið var algerlega frábært og hún er bæði stórkostleg manneskja og kennari. Ég held að ég muni vinna áfram með drögin einn daginn en þegar ég var að skrifa fannst mér alltaf svo skrítið að vera að skrifa um atburðina sem fleiri en ég upplifðu. Mér fannst erfitt að skrifa bara um það sem mér sjálfri fannst án þess að spyrja aðra hver þeirra upplifun hefði verið.

Upplifun allra er mismunandi, skynþröskuldur ólíkur, fyrri reynsla litar það sem við sjáum og heyrum en samt tölum við um raunveruleika. Hver nákvæmlega er raunveruleikinn þegar við notum öll okkar eigin skynfæri til að finna fyrir honum? Er eitthvað til sem er satt, alveg satt og alltaf satt? Getum við notað orð til að lýsa öllu? Þurfum við alltaf að hafa samanburð til að skilja?

Ætti ég kannski að blogga fyrr um daginn til að skrifa skýrari og betri texta?

Lifið heil og hugsið málið 


Engin ummæli: