fimmtudagur, apríl 25, 2024

Gleðilegt sumar



Við lögðum af stað í morgungönguna á heiðinni með fallegan gulan kastbolta með bandi sem ég keypti í gæludýrabúð. Blíða er ekki með þann bolta á þessari mynd. Hún er með tennisbolta sem hún fann einhvers staðar á leiðinni. Líklega þar sem hún skildi nýja boltann sinn eftir. 
Göngutúrinn var aðeins lengri en venjulega, því bæði er veðrið svakalega gott og það er frídagur, en þegar við komum aftur að bílnum var hún komin með tvo tennisbolta.

Blíða á risastórt boltasafn sem hún hefur vandað sig við að stækka undanfarin ár. Ekki einn einasti þeirra hefur verið keyptur.

Blíða með hluta safnsins


Dásamlegi ljúfi hundurinn minn er sértækur plokkari sem trúir á endurnýtingu.


Góðar stundir og njótið dagsins

Engin ummæli: