Ég sat hjá henni eins og venjulega en í kvöld velti ég fyrir mér hvort það væri einhver gulur matur sem mér þætti ekki góður.
Gular baunir, snitsel, kartöflur, franskar, melóna, mangó, ananas, kartöflumús, bernaissósa, bananar, grasker, ostur, kornflex, ostapopp, osta snakk, egg, gul epli, jackfruit, pasta og rófur. Allt gott.
Mér dettur ekki fleira í hug.
Ég er ekki hrifin af sítrónum en mjög hrifin af límonaði, sítrónusorbet, sítrónuköku og sítrónunammi. Telst það með?
Ábrystur. Hann er svakalega vondur og mögulega eini guli maturinn sem mér finnst alls ekki góður?
Góðar stundir og gleðilega helgi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli