Ég hef verið að fikta við að nota tungumálaforritið Duolingo í nokkur ár. Ég er með langan lista af tungumálum sem ég hef prufað, nokkrir dagar af finnsku, smá klingonska, smá tímabil á ítölsku og aðeins prufað pólsku og frönsku og þýsku en kann ekki neitt í neinu tungumáli. Lærði að vísu alveg slatta í spænsku og undanfarnar vikur hef ég verið að læra grísku því ég er að fara til Korfú bráðum. Það sem mér finnst merkilegt er hvað orðaforðinn er mismunandi á ólíkum tungumálum. Á pólsku borða hestar epli en á grísku drekka köngulær mjólk. Spánverjar virðast vera sérlega hrifnir af pennum.
Síðan ég náði í forritið hef ég reglulega gleymt því í margar vikur í röð en svo opnað það aftur og haldið áfram.
Síðustu 207 dagana hef ef notað Duolingo á hverjum einasta degi. Ekki misst út einn dag.
Mér finnst það mjög töff, mikil einurð, samviskusemi og dugnaður að gera eitthvað annað en sinna líkamlegum þörfum í rúmt hálft ár!
Ζήστε καλά και να είστε ευτυχιομένοι
Engin ummæli:
Skrifa ummæli