laugardagur, apríl 27, 2024

Mávur eða máfur

Það má nota bæði f og v til að skrifa orðið. V er algengara en mér finnst f fallegra.

Mér finnast máfar líka fallegir fuglar en þeir eru svo mikil skaðræðis kvikindi að ég viðurkenni það almennt ekki. Mér eins t stundum betra að þegja um ákveðna hluti en að fá yfir mig fyrirlestrinum hvað þetta eða hitt sé grimmt, ömurlegt, hávært eða ógeðslegt.
Ég er sammála eiginlega öllu um máta. Það er eitthvað miskunnarlaust við þá, eigingjarna og hættulegt en á sama tíma finnst mér þeir fallegir, hreinir, sterkir og bjarteygðir.

Þegar ég var lítil gáfu granny og grandad máfunum alltaf afganginn af hádegismatnum. Þau kölluðu einn þeirra alltaf Bossy, risastór fugl sem óð í gegnum fugla þvögu á til að ná bestu bitunum og réðst jafnvel á hina máfana til að koma sér betur fyrir. Máfarnir eru óaðskiljanlegur hluti hljóð-myndarinnar í Lerwick þannig að ég finn bæði fyrir heimþrá og nostalgíu þegar ég heyri þá garga. Hljóð þeirra ylja mér.

Ég var að sjá að ég er ekki eini aðdáandi máfa og söngs þeirra. Kannski fer ég að segja frá ást minni á þessum fuglum? Þessi frétt er svo skemmtileg og hún gladdi mig, það eru haldin Evrópumeistaramót í máfaeftirhermun. Mikið er heimurinn fjölbreyttur.

Hlustið á máfana og hugsið til mín 

Engin ummæli: