mánudagur, ágúst 04, 2008

Kom heim frá Húsafelli í gær:) fór þangað á fimmtudaginn síðasta í góðum hóp og hafði það sérlega gott í mikilli sól og blíðu, kannski aðeins of mikilli sól á köflum því á laugardaginn vorum við farin að leita uppi skugga til að kæla okkur í;)

Alltaf gaman að fara í útilegur og ég er ákveðin í að þessi verði ekki sú síðasta þetta sumarið - ef veður leyfir:) annars var ég að spá í það að halda uppá afmælið mitt með því að afþakka alla pakka og safna liði með mér í Adrenalíngarðinn - hvernig líst fólki á það? endilega bjallið ef þið viljið koma með eða kommentið eða sendið póst ... verið í bandi ef ykkur langar með:)

Annars held ég að ég hafi verið plötuð, aftur.

Ég held að útiblómið mitt sé ekkert útiblóm. Ég held að sölukonan hafi verið að ruglast á blómum, ekki séð blómið sem ég var að kaupa og verið að meina blómið við hliðina. Það var líka blátt, held ég.
Ég held að útiblóm geti ekki óskað sér betra útiveðurs en hefur verið undanfarna viku. Sól og hlýtt á daginn og svo rigning líka í hæfilegum skömmtum - blautum já, en hæfilegum held ég, ef þú ert blóm? Inniblóm hefðu meira að segja verið nokkuð sátt og eflaust lifað af að vera úti yfir nótt og vera úti í rigningunni. Veðrið hefur verið milt og blómvænt í Reykjavíkinni. Fídel hefur meira að segja látið það í friði. Kannski hefði ég átt að taka eftir því betur, Fídel hefur kannski verið að forðast nályktina?

Blómið er sumsé ekki neitt að dafna, það er að blómstra en laufblöðin eru öll að krymplast og deyja:( það á ekki að vera svoleiðis þannig að það er komið inn í gjörgæslu - sjáum hvort blessað blómið hafi það ekki af þegar það fær að standa inni í sólinni, læt ykkur vita:)

Lifið heil

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kannski er þetta bara íslenskt útiblóm og þá alls ekki hannað til að þola allan þennan hita og alla þessa sól!!! eða kannski vill það morgunsól en fær kvöldsól eða eitthvað svoleiðis....blómin mín væru búin að kasta sér fram af svölunum ef þau væru úti núna því þau vilja ekki svona mikla sól!!
kv, Valgerður

Nafnlaus sagði...

Ha? Hérna... afmælið þitt... elsku stelpan mín, er enginn búinn að segja þér það?
Þegar fólk er orðið svona háaldrað koma afmælin bara á tíu ára fresti; semsagt, þú átt ekki afmæli fyrr en 2017... mér þykir leiðinlegt að það hafi þurft að vera ég sem sagði þér þetta - og það á galopinni bloggsíðu - en svona er þetta bara :/