þriðjudagur, ágúst 19, 2008Oh, ég sá Wall-E í gær .... awwwww :)

Mér fannst hún æðisleg og henni verður bætt við safnið um leið og hún kemur á DVD, ég er ennþá brosandi;)

Ég fór líka og sótti litla bróður minn á flugvöllinn seint, seint í gærkvöldi. Hann var að koma frá Króatíu þar sem hann var búinn að vera í um viku með kærustunni sinni og dóttur. Hann fór til Afganistan í júní en var kallaður fyrr heim en stóð til því núna vilja þeir senda hann til Líberíu. Líbería er í Afríku, vestan við Fílabeinsströndina ef þið eruð ekki viss á því hvar þetta land er ... ég varð að fletta því upp:) sumsé, hann er kominn heim en stoppar stutt því hann fer líklega út aftur á fimmtudagsmorguninn, geðveikt spennandi allt saman:)

Í kvöld er ég að fara í félagi við fullt af skemmtilegum stelpum í innflutningspizzupartý og ég hlakka barasta hellings til! :)

Góðar stundir

3 ummæli:

theddag sagði...

Það vill svo skemmtilega til að ég er með svona mottu á skrifborðinu mínu (sem ég veit ekki hvað annars er kölluð) með mynd af hnettinu, þ.e. öllum löndum og höfuðborgum ofl. Mjög þægilegt að kíkja á þegar maður veit ekki hvar eitthvað er og nú veit ég hvar Líbería er.

Já og takk fyrir síðast :)

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðrún.

Hmm, ég verð að kíkja í bíó, konan og börninn búin að sjá Wall-E. Ég fór ekki með, þurfti að leysa mikilvægt vélrænt tæknivandamál í Opel Kapitaninum.
Annars hef ég loksins komist að því að það er betra að nudda konur en bíla, afleiðingarnar eru öðruvísi.

Hmm,Guðrún, alltaf verið að senda bróður þinn eitthvað ? Vonandi er hann ekki svona mikill vandræðadrengur að hann megi ekki dvelja hérlendis ? Giska á að hann vinni við eitthvað alþjóðlegt starf.

Annars ætlaði ég að skrifa þér varðandi afmæli og uppáhald þeirra, þ.e. hvort haldið skuli upp á afmælisdag.
Er það ekki bara persónulegt mat ?
Thja, Hvaff.... þegar fólk er orið jafngamalt og þið Guðrún, að ég tali nú ekki um eins gamalt og ég... þá er um að gera að halda upp á hvern afmælisdag, eða bara hvern dag sem slíkan.
Það eru jú færri eftir....
Ég held að ég hafi bara gleymt að eldast, finnst ég ekki vera svona gamall. Líklega þarf ég að líta í spegil oftar en 2x á dag.

Mitt afmæli og uppáhöld ? Ætli ég panti mér ekki köku frá einhverju besta bakaríi sem ég veit um. þarf að senda kökuna með flugi, svo vonandi verður ekki ókyrrð í lofti og brautaraðstæður með þeim erfiðari á brottfararstað.
Kannski fæ ég bara stöppu en ekki köku í flugfrakt.

Blitz-blog er kjörið. Þarf að æfa mig í slíku, leiðir af sér styttri innlegg. Og orð eru dýr.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson

Nafnlaus sagði...

Hún á amm'li núna
Hún á amm'li í dag

klukkan er 00:10 og ég ætla að vera fyrstur til að segja:
Til hamingju