fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Gjörgæslan drap blómið mitt endanlega ... ég setti það inní eldhús eftir vinnu á mánudagskvöldið en þegar ég kom heim úr vinnunni á þriðjudagskvöldið leit það út eins og blár aukaleikari í The Mummy:/ greinilega of heitt inni fyrir blómið sem gefur til kynna að það sé í raun útiblóm en hafi bara drepist því það var svo heitt úti á svölunum mínum, ótrúlegt en satt:)

ég er samt ekki búin að henda því, ég setti það aftur útá svalir í kuldan og rigninguna og svo kemur í ljós hvort það lifni nú kannski barasta við þar sem veðrið er ekki alveg eins gott og undanfarið;)

Og -hvaff, það kemur ekki til greina að ég hætti að halda uppá afmælið mitt! Ekki séns:) ef fólk vill ekki koma því ég á ekki tugafmæli þá þarf það ekkert að koma, ég mun halda uppá það samt og ég er klár á því að fullt af fólki mætir því ég er svo hrikalega skemmtileg og baka svo fína súkkulaðiköku að um hana ganga sögur til næsta bæjar;) ... svo er ég svo léleg í að gera eitthvað skipulagt og skemmtilegt þannig að afmælið er kjörin afsökun fyrir veislu/partý/skemmtiferð;)

Vantar einhverjum svefnsófa? Hann er soldið kominn til ára sinna en er víst í alveg þolanlegu ásigkomulagi, fæst gefins á gott heimili:)

Góðar stundir

1 ummæli:

theddag sagði...

Mér líst rosalega vel á það hjá þér að halda upp á afmælið þitt þó það sé ekki -tugs afmæli. Ég er t.d. mikið að hugsa um að halda upp á afmælið mitt með prompi og prakt eftir 2 ár, þó ég verði bara 32 þá. Á bara afmæli á svo flottum degi eftir tvö ár - 10.10.'10
Ekki rétt?