mánudagur, ágúst 18, 2008

Ég var að lesa síðustu færslu og gat rétt stautaði mig frammúr henni ... ég er ekki að segja að ég geti unnið verðlaun fyrir samfelldan texta ef ég einbeiti mér, ég geri mér grein fyrir að ég tala og skrifa frekar lélega íslensku en maður lifandi, ég verð að hætta að blogga í vinnunni!!

Þegar ég er að vinna skrifa ég eina og eina setningu á milli þess sem ég athuga hvort menn andi, á afskaplega misgáfulegar samræður við fólk í alls konar ástandi, annarlegu og öðruvísi, og fylgist með því sem er að gerast allt í kringum mig - það er greinilega of mikið að gerast í hérna á sunnudagsmorgunum til að ég geti komið frá mér vitrænum texta.

Ég þekkti sumsé strákana vel í sundur, það var miklu meiri stærðarmunur á þeim en á hestunum, Grímur er að verða níu ára og Elvar Örn að verða sjö og bræðurnir eru með mismunandi háralit, ekki hestarnir. Svo gleymdi ég að minnast á smurða nestið í ferðinni sem Hrafnhildur kona Einars kom með fyrir okkur og vöfflurnar sem hún var að baka þegar við komum heim:)

Annað hvort verð ég að hætta að skrifa í vinnunni eða skrifa í stuttum setningum. Sem segja frá öllu sem er sagnavert. Njálustíll. Eða bara listar, upptalningar og staðreyndir eins og tímasetningar, dagar, félagar, fjarlægðir eknar og gengnar? En eru þannig blogg ekki skelfilega leiðinleg aflestrar?

Blitzblogg er eflaust málið. Engar málalengingar eða smáatriði, nema auðvitað að blitzbloggið sé um eitthvert smáatriðið, en þau eru yfirleitt svo smávægileg að þau eiga sér engin smáatriði sjálf, nema hjá sumu fólki. Við sjáum lífið ekki öll eins, sem betur fer kannski?

Lifið heil

1 ummæli:

VallaÓsk sagði...

Mér finnst gaman að lesa bloggin þín og á nú yfirleitt ekki í vandræðum með að skilja það sem þú skrifar - kannski af því þú skrifar eins og ég tala....hahahahaha kannski er það ekki jákvætt.