miðvikudagur, ágúst 27, 2008



Ég á afmæli í dag:)
Mér finnst afskaplega gaman að eiga afmæli:)

Þakka þér kærlega fyrir afmæliskveðjuna -hvaff, þér er boðið í afmælið mitt þegar það verður þó að þú sért ósammála því að halda uppá annað en tugafmæli - þér er líka boðið Heimir Há:)

Ég var að frétta að þeir ætla að halda aðra sing-along-sýningu á Mamma Mia á fimmtudag/föstudag ... hver er maður? :)

Lifið heil

7 ummæli:

Tinna vinkona þín sagði...

Tilhamingju með afmælið! Mér finnst líka alveg sjálfsagt að halda uppá hvern einasta afmælisdag með mikilli viðhöfn.

VallaÓsk sagði...

Hjartanlega til hamingju með daginn fallega kona. Auðvitað á maður að halda upp á afmæli með stæl hvað sem maður verður gamall....ég er alltaf barnslega kát á afmælisdaginn minn og mér finnst ótrúlega skrítið að það taki ekki allir þátt í fögnuðinum:o)
Þegar ég bjó á Seyðisfirði þá sungu allir í sjoppunni fyrir mig þegar ég kom þar á daginn minn.....og gáfu mér pizza og kók:oD
Jæja best ég hætti að blogga á blogginu þínu....
Afmælisknús og kossar!!

theddag sagði...

Ég hringdi í þig í gær á afmælinu þínu, en ég ætla líka að óska þér til hamingju hér á blogginu þínu :) Er ekki sagt að aldrei er góð vísa of oft kveðin.

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðrún.

Til hamingju með afmælið á miðvikudaginn sem var.
Og takk fyrir boðið.
Því miður var ég að vinna, og sá mér ekki fært að mæta.
"Vinna veitir frelsi" var skrifað. Ég hallast frekar að því sem Siggi Pönk sagði, að "vinnutími sé glataður frítími". En ef maður hefur ekki vinnu, þá getur maður ekki fengið frí ? Æi, það er vandlifað.
Vonandi áttir þú góðan afmælisdag Guðrún.
Já, afmælistertan mín komst ósködduð til Reykjavíkur með flugi, var sem sagt enn í tertulíki.Hennar var neytt.
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.

Deeza sagði...

Til hamingju með afmælið sæta!

Nafnlaus sagði...

Hvað varð um blitz-bloggin sem þú ætlaðir að henda upp?

Nafnlaus sagði...

Bara svo þú vitir;
Rick Wright er dáinn - í dag (mán.15.sept) held ég - úr krabba.

,,Just another
sad old man
all alone
and dying of cancer''

Kaldhæðni eða forspá?