Sæl og blessuð:)
núna er ég rétt að slefa í viku síðan síðasta blogg en ég næ að blogga innan vikunnar með þessari færslu:) planið er nefnilega núna að láta aldrei meira en viku líða;)
ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir öll kommentin sem síðasta færsla fékk og gaman að heyra að ykkur fannst hún skemmtileg, það er að sjálfsögðu tilgangurinn með sögunum mínum úr eiginlífinu:)
Það mætti enginn með kaðal á þorrablótið en það var ofsalega gaman þrátt fyrir að allir hafi notað lyftuna upp og niður á þriðju hæðina - þar sem partýið var haldið. Skordýraeitrið var "til vonar og vara" ef óværan skyldi láta á sér kræla aftur, mér skildist sem hún hafi fylgt kettinum því ástandið var ólíkt betra í rúminu eftir að honum var fargað. Kattaflær kannski? ... ég spurði manninn ekki út í það og hann fór heldur ekki frekar í þá sálma, blessunarlega ... og hann hefði eflaust boðið mér á deit eða til að skoða bitin ... eða staðinn þar sem kötturinn var farinn að fela sig kannski? ef hann hefði ekki séð hárið á mér koma undan húfunni? ég held nefnilega að það hafi bjargað mér - ekki viss samt þannig að ég mun halda áfram að greiða mér og geyma húfuna á höfðinu á almannafæri í framtíðinni:)
hafið þið einhvern tímann keypt bumbubana eða lóð eða þrekhjól eða hlaupabretti eða einhvers konar líkamsræktartæki sem tekur pláss í geymslunni ykkar og ykkur langar til að losna við? ég þekki nefnilega hóp manna sem eru að koma sér upp smá æfingaraðstöðu í vinnunni sinni en vantar svona tæki og dót til að gera þetta flottara:) ... óskast helst gefins en þeir eru líka tilbúnir að borga fyrir þetta og væru jafnvel tilkippilegir til að "geyma" dótið þannig að ef þið viljið skammtímavistun fyrir einhvers konar líkamsræktardót, til að fá pláss í geymslunni eða gestaherberginu, þá endilega hafa samband:)
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Geturðu ekki greitt hárið "í húfu" og þannig leyst fullt af vandamálum?
gummi
ég fékk einu sinni símhringingu í vinnuna þar sem fyrirtækið var beðið um að gefa pening til íþróttafélags lögreglumanna. ég sagði bara nei takk og hélt að þetta hefði verið símaat. ert þú hérna að tala um íþróttafélag fangavarða? ég á allavega sippuband handa þér.
This one's for you:
http://www.popular-pics.com/PPImages/cat-eat-cookie.jpg
Mér bara í hug þið Fídel þegar ég sá hana þessa....
Skrifa ummæli