mánudagur, febrúar 18, 2008

Ég held það sé komið.

Í næstum þrjár vikur hef ég vaknað (eða verið vakandi, á næturvöktum) um miðja nótt með kvef. Vaknað eins og ég vakna þegar ég er bullandi lasin og get ekki sofið því nefið er svo stíflað - hver kannast ekki við það? Ég hef sumsé vaknað og hugsað með sjálfri mér "djö, ég nenni þessu ekki, ég ætla að taka sólhatt á morgun!!" En svo hef ég vaknað og verið alveg eiturhress - ok, nú ýki ég kannski hressleika minn á morgnanna en ég hef að minnsta kosti ekki verið lasin þannig að ég hef að sjálfsögðu steingleymt lágnættisákvörðuninni um bætta lífshætti og vítamínát ... um helgina fór ég að hnerra um miðjan daginn og í gær fékk ég með svo mikinn höfuðverk eftir hádegið að jaðraði við mígreni en ég tengdi það ekki við þessar næturflensur fyrr en núna áðan þegar ég "hnerraði í mig" kvef ...

kvefið hefur að vísu sjattnað á meðan ég skrifaði þennan pistil (og stundað vinnuna í leiðinni, auðvitað!) og er eiginlega horfið núna (alveg eins og hið dularfulla miðnæturkvef) en ég finn ennþá fyrir því "þarna á bakvið" - þið vitið svona spenna eða þrýstingur undir enninu og kítl efst í kokinu þannig að ég ætla að taka vítamín um leið og ég kem heim!

Annars var þetta afskaplega skemmtileg helgi:) var að vísu að vinna en komst samt í göngutúra með hundinn, það var tekið við mig viðtal, ég hélt matarboð, fór í útskrifar-ný-vinna-nýtt-líf partý og líka í innflutningspartý ... fór seint að sofa og vaknaði fáránlega snemma þannig að kannski á ég þetta kvef (sem er alveg horfið núna) fyllilega skilið? :)

man ekki hvaða ég leið ég fór (held ég hafi bara heillast af nafninu Son of Cheese og viljað vita meira) en ég var að enda við að lesa þessa bloggfærslu - merkilegt hvað fólk er að föndra svona heima hjá sér:)


Góðar stundir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu ekki bara að fá meira ofnæmi???
Svona komandi og farandi kvef og hnerraköst eru einmitt ofnæmiseinkennin mín....sem minnir mig á að ég hef ekki tekið ofnæmislyfin mín í hálfan mánuð hahahahaha mér er ekki viðbjargandi!!!