þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Ég steingleymdi auðvitað að taka vítamín í gær þegar ég kom heim og vaknaði aftur í nótt svo stífluð að ég náði ekki andanum ... ef þetta er ofnæmi fyrir hverju í ósköpunum ætti það að vera? 8 tíma straight svefni? þetta er merkilegt ástand en ég hef ekki áhyggjur af því:)

fyrsta ástæðan fyrir því að ég hef ekki áhyggur er sú að það er að koma sumar:) jú, göturnar eru auðar og snjórinn allur farinn (þangað til næst, ég veit það en ég lifi í núinu, krakkar mínir, munið eftir andartakinu!) og það er fluga heima hjá mér! Hún barasta flaug inn um svalahurðina á laugardaginn og hefur ekki farið út aftur:) Fídel hefur að vísu ekki litið við henni en það hafa gestir séð hana og heyrt í henni þannig að ég veit að hún er til og ekki bara óskhyggja hjá mér ... sem væri fáránlegt, ef ég væri að óska eftir skilaboðum um að sumarið væri komið þá færi ég (vonandi!!) að sjá grænt í öllum grasflötum - ekki feita húsflugu í gluggakistunni:)

önnur ástæðan fyrir áhyggjuleysinu er auðvitað að ég næ alveg alltaf andanum og það er bara smá óþægilegt að vakna svona ekkert meira en það. Ég er meira að segja farin að vona að þetta verið nýja leiðin sem ég fæ kvef, bara í svona hálftíma á nóttunni og lífið gengur sinn vanagang hina 23 og hálfan tíma:)

Góðar stundir og njótið augnabliksins

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En ef mér skjöplast ekki um framtíðina varstu búin að boða einhver ósköp 23. febrúar ... Þá lifðirðu sko ekki í samtíma þínum, ha?

BerglindSteins