föstudagur, febrúar 15, 2008

Ég vona að allir hafi haft það gott á Valentínusardaginn - ég veit að haugur af fólki hatar þennan dag en ég er alls ekki í þeirri hrúgu:) mér finnst hann fínn og Árni Björnsson er núna sammála mér (eða ég sammála honum?) í því að telja þetta eldgamlan heiðinn hátíðardag sem hefur verið endurvakinn með nýjum formerkjum - það á að leitast við að fjölga svona dögum á dagatalinu ekki fækka þeim! Mér finnst það að minnsta kosti og hvernig getur manneskja eins og ég verið á móti degi sem hampar elskendum og ástinni? Gengur ekki upp að fíla rómantískar gamanmyndir, trúa á ást við fyrstu sýn og vera sannfærð um tilvist tvískiptra sála (a la Don Juan de Marco) og vera á móti Valentínusardeginum:)

... en ekki segja neinum:) hard core fólk eins og ég viðurkennir ekki svona ... en þar sem ég er nú þegar búin að opna mig ætla ég að setja inn auglýsingar sem mér finnast massaflottar - ég youtube-a alltaf superbowl auglýsingarnar, mæli með því:)

og þessar eru bestar í ár:)


og



annars fór ég í afmæli seinnipartinn í gær og spilaði svo póker um kvöldið - rústaði mótspilurunum í fyrsta skiptið ever þannig að ég býst fastlega við því að tapa stórt næst þegar við spilum:) hvenær verður það Farandi?


og já, ég var að vinna í morgun en gaurinn var flúinn áður en ég mætti þannig að það er í lagi með mig, það slasaðist enginn og það voru engin slagsmál en ég þakka kærlega fyrir öll sms-in og tölvupóstana sem sýndu að ykkur þykir öllum ennþá vænt um mig ... þrátt fyrir allt saman:)


Góðar stundir

Engin ummæli: