Jæja, þá er ég komin heim aftur:) kom í gær en sagði ferðasöguna svo oft að ég nennti ekki að blogga hana líka ... nenni því ekki núna heldur að vísu en ég var búin að lofa nokkrum orðum um ferðina og hérna eru þau:)
núna er ég búin að ganga á Hvannadalshnúk og komst klakklaust niður líka:) ég set allar myndirnar sem ég tók á netið við tækifæri en hérna er ein til sönnunar sem verður að duga þangað til:)
Þangað til er líka hægt kíkja á síðu samferðamanna minna, 5tinda gaurarnir tóku helling af myndum og trökkuðu leiðina:) mjög fínir strákar og ég hvet ykkur öll til að styrjka þá í júní þegar þeir fara í ferðina sína umhverfis landið og klífa hæstu tinda hvers landshluta:)
ég sem sagt lagði af stað úr bænum um miðjan daginn á föstudag, keyrði austur í Skaftafell og fann tjaldsvæðið fullt af tjöldum - var farin að vera hálfstressuð um að ég yrði ein í tjaldi því mér heyrðist á öllu að margir ætluðu að gista í sumarhúsum og hótelum í nágreninu ekki á tjaldsvæðinu:) ég var auðvitað ein í tjaldi en ég tjaldaði við hliðina á tjöldum 5tindagauranna þannig að ég var alls ekki ein á tjaldsvæðinu heldur í mjög góðum félagsskap:)
ég fór frekar snemma að sofa því við urðum að vakna um miðja nótt, klukkan fjögur því hópurinn ætlaði að leggja af stað upp klukkan fimm um morguninn ... jökullinn verður mýkri eftir því sem líður á daginn, þess vegna er lagt af stað svona snemma:)
það var frekar bratt til að byrja með en ekkert óviðráðanlegt:) það var skýjað þegar við lögðum af stað en við gengum upp í gegnum þau og eftir það var útsýnið eins og úr flugvél, fyrir ofan skýin en aðeins nær fjallinu sjálfu en ég myndi kjósa ef ég væri í flugvél:) í ca. 1100 metra hæð fórum við í línu og lögðum í óendanlega brekku upp að "gígbarminum". Við vorum bara fjögur í minni línu, leiðsögustelpan hún Sveinborg, kærustuparið Hulda og Guðmundur og ég:)
Við gengum og gengum og gengum í glampandi sólskini og frábæru færi alla leið upp endalausu brekkuna, með gígbarminum og að lokum upp hnúkinn sjálfan þar sem útsýnið var stórkostlegt og ég var svo himinlifandi að ég gaf samferðafólki mínu öllu high-five og brosti svo þangað til ég fékk tannkul:) Guðmundur og Hulda voru líka ofsalega sátt við að vera komin upp að lokum en þau eiga eftir að muna þessa ferð af annarri ástæðu en bara að hafa farið upp, þegar við vorum nefnilega komin upp og búin að snúa okkur í nokkra hringi til að dást að útsýninu fór Guðmundur á skeljarnar og bað Huldu - hún sagði já:)
ferðin til baka gekk hraðar en upp, helmingi hraðar raunar þrátt fyrir að þurfa að vaða blautan snjóinn niður óendanlegu brekkuna upp að hnjám ... þegar við komum niður stóð ekki til boða að fara í sturtu (var verið að endurnýja alla aðstöðuna í Skaftafelli og sundlaugin ekki opin nema á sumrin ...), ég tók "bala-þvott" eins og í bátum, skipti um föt og grillaði mér pylsur í kvöldmat:)
... ég náði ekki að halda mér vakandi nema til rétt rúmlega tíu, þá skreið ég inn í tjald (takk aftur Maja fyrir lánið:)) og steinsofnaði áður en ég náði að renna svefnpokanum almennilega:)
Á sunnudagsmorgninum vaknaði ég hress, hellti uppá kaffi og sat og spjallaði við samferðafólkið fyrir utan tjaldið í svona tvo tíma í glampandi sólskini og sumarhita:) snilldar veður alla helgina og þegar ég tók mér stuttan göngutúr upp að Svartafossi áður en ég lagði af stað í bæinn (til að fá blóðið í fæturna aftur) fór ég næstum alla leið á hlýrabol því það var svo hlýtt:) ekki Ásbyrgishiti að vísu en samt eins og um sumar:)
einn leiðsögumanna Fjallaleiðsögumanna (sem fóru með okkur upp) fékk far með mér í bæinn og var nokkuð hrifinn af Ara, enda ekki annað hægt:)
frábær helgi, mæli hiklaust með svona ferðalögum - ég er búin að skrá mig í Jónsmessunæturgöngu Útivistar á Fimmvörðuháls 22.-24. júni næstkomandi, hver vill koma með? :)
Lifið heil og góðar stundir
mánudagur, apríl 30, 2007
föstudagur, apríl 27, 2007
mánudagur, apríl 16, 2007
Gleðilegan mánudag! :)
vona að þið komið öll vel undan helginni og vitið hvert þið stefnið í lífinu ... engin krísa í gangi mín megin, það er bara staðreynd að það er alltaf gott að vita hvert við stefnum því þá vitum við dag frá degi hvort við séum á leiðinni í rétta átt eður ei;)
fór í bíó í gær, sat milli tveggja heiðursmanna og horfði á afskaplega skemmtilega heimildamynd sem ég hvet alla til að kíkja á - í vikunni, ef ske kynni að hún verði ekki lengi í bíó:) mjög góð mynd, einlæg og falleg:)
Hérna getið þið séð trailerinn og brot úr myndinni sjálfri;)
Annars voru viðbrögðin við baðmyndinni hér að neðan góð og meira að segja mamma hló:) hérna kemur þá önnur sem mér fannst alveg jafnskemmilegt að ... sitja fyrir á;)
Góðar stundir
vona að þið komið öll vel undan helginni og vitið hvert þið stefnið í lífinu ... engin krísa í gangi mín megin, það er bara staðreynd að það er alltaf gott að vita hvert við stefnum því þá vitum við dag frá degi hvort við séum á leiðinni í rétta átt eður ei;)
fór í bíó í gær, sat milli tveggja heiðursmanna og horfði á afskaplega skemmtilega heimildamynd sem ég hvet alla til að kíkja á - í vikunni, ef ske kynni að hún verði ekki lengi í bíó:) mjög góð mynd, einlæg og falleg:)
Hérna getið þið séð trailerinn og brot úr myndinni sjálfri;)
Annars voru viðbrögðin við baðmyndinni hér að neðan góð og meira að segja mamma hló:) hérna kemur þá önnur sem mér fannst alveg jafnskemmilegt að ... sitja fyrir á;)
Góðar stundir
sunnudagur, apríl 15, 2007
úúúúúúúúúúú!!! hvað haldiði???
Ég er á YouTube!!
alveg síðast í myndbandinu og í bláu en áður en kemur að mér þá sjáið þið síðustu mínúturnar í stöðvaþjálfun síðasta fimmtudags:) það eru líka komnar inn myndr frá hádegisæfingunni allri á ketilbjöllusíðuna ... hair og makeup fólkið mitt var í mat þegar myndirnar voru teknar þess vegna lít ég ekki út eins og venjulega;)
var að sjá þetta á YouTube, eins og blanda af ketilbjöllum og boot camp :) virkar mjög skemmtilegt allt saman ;) samt fyndið að velja kód fimm því það felur í sér kyrrstöðu, stakeout
- ég googlaði það því ég er forvitin, ég er ekki besservisser ;)
Góðar stundir
Ég er á YouTube!!
alveg síðast í myndbandinu og í bláu en áður en kemur að mér þá sjáið þið síðustu mínúturnar í stöðvaþjálfun síðasta fimmtudags:) það eru líka komnar inn myndr frá hádegisæfingunni allri á ketilbjöllusíðuna ... hair og makeup fólkið mitt var í mat þegar myndirnar voru teknar þess vegna lít ég ekki út eins og venjulega;)
var að sjá þetta á YouTube, eins og blanda af ketilbjöllum og boot camp :) virkar mjög skemmtilegt allt saman ;) samt fyndið að velja kód fimm því það felur í sér kyrrstöðu, stakeout
- ég googlaði það því ég er forvitin, ég er ekki besservisser ;)
Góðar stundir
laugardagur, apríl 14, 2007
Mér leið alveg eins og Juliu Roberts í dag ... ekki vegna þess að ég hækkaði og grenntist, né heldur vegna þess að ég fékk mér krullur, rautt hár og ný föt og ekki vegna þess að ég fór í bað með Richard Gere sem væri samt saga til næsta bæjar ...
og góðar sögur þurfa alls ekki að vera sannar til að lifa eins og allir vita;)
....
... eða ekki? :)
nei, mér leið eins og henni því í morgun reyndi ég að eyða peningum en það gekk ekki!! það voru ábyggilega allir þunnir;)
Ég var meðal annars að skoða tjöld og í einni ónefndri búð var ég að skoða tjald sem er framleitt í Bandaríkjunum, það stóð að það væri 3 árstíða og myndi duga frá vori frammá haust, en í hvaða heimshluta?
Gaurinn í búðinni mælti með því á þeim forsendum að "hann ætti svona tjald". Ekkert að því auðvitað en ég spurði þá hvort það myndi þola íslenskt "vor", hvort það myndi brotna ef það snjóaði? og brosti til að undirstrika að spurningin væri bara fræðileg, hélt ég:)
Því svaraði hann
"Hefur það komið fyrir þig?"
"Nei, ég veit ekki svo mikið um tjöld ..."
"Ég vinn í þessum bransa og ég veit alveg hvað er gott og hvað er drasl."
"Þess vegna er ég einmitt að leita álits ..."
"Ég myndi aldrei kaupa drasl fyrir sjálfan mig."
"Nei, auðvitað ekki ..."
"Þetta er verulega gott tjald."
"Það er það ábyggilega."
"Já, ég á svona sjálfur."
"Einmitt, þú sagðir það ..."
"Það er mjög gott."
... ókei, heyrðu, ég ætla að hugsa málið ...
og ég er núna búin að því og hef ákveðið að leita ekkert lengra og skoða ekkert meira en það sem ég er búin að ákveða að kaupa - var bara að skoða til málamynda svo ég hefði samanburð og nú hef ég hann.
Ég ætla að kaupa Vangotjald af honum Guðbirni í Everest í Skeifunni ... og allt annað sem ég þarf í framtíðinni ætla ég líka að kaupa af honum því hann er eini sölumaðurinn sem er alltaf almennilegur sama að hverju ég er að spyrja hann, það er alls ekki sama hvernig mér er sagt að ég sé kjáni;)
nei, ég er ekki skotin í honum, mig langar bara ekki til að roðna, stama, láta trampa á mér og verða pirruð þegar ég fer í búðir - Guðbjörn er vinalegur og ég mæli með því að þið verslið við hann líka ;)
Lifið heil
föstudagur, apríl 13, 2007
Ég held að það sé verið að segja mér eitthvað ... ég hef verið að fá fæðingabletti sífellt örar undanfarið og þeir eru nánast allir "einn af þremur" í þríhyrning!! Þríhyrningarnir eru misstórir en allir eins í laginu, jafnarma, venjulegir þríhyrningar og engir tveir fæðingablettir eru í sama þríhyrninginum ... kannski er ég geimvera eða bara "kreisí" eins og einn frændi minn heldur fram, að vísu er það sami pollinn sem kallar mig "Töntu Krullu" þannig að þið sjáið hvað hann er marktækur ;)
ég fór og gaf blóð í morgun sem er ekki í frásögur færandi nema að það vildi ekki hætta að blæða:/ það hefur aldrei komið fyrir áður og mér fannst það alls ekki sniðugt:( hjúkrunarfræðingurinn sagði að þetta kæmi fyrir stundum án þess að nokkur skýring væri á því, stundum kæmi þetta fyrir hjá fólki sem væri duglegt við að taka lýsi og að læknar væru farnir að ráðleggja fólki að taka ekki lýsi viku fyrir aðgerð ... en ég tek ekki lýsi þannig að þetta er frekar dularfullt allt saman og óþægilegt því það er ennþá ekki alveg, alveg hætt að blæða (en þú þarft að vera ég til að sjá það auðvitað;) eða pabbi minn kannski þannig að þið megið endilega sleppa því að segja honum frá þessu atviki, nei, hann les ekki bloggið mitt;)) ... þessi helgi verður ritgerðarhelgi og andleg áreynsla eina áreynslan sem ég ætla að stunda ... og ég ætla að pikka varlega á lyklaborðið með blóðtökuhendinni ;)
eitthvað hefur borið á misskilningi varðandi Fídel og Zorró, nei, ég bý ekki með latínógaur og held ekki við annan:)
Fídel er sambýlisKÖTTURINN minn og Zorró er HUNDUR bróður míns:) ástæðan fyrir því að Fídel keypti ranga tegund af páskaeggi er sú að sjálf geri ég ekki mistök:) ég myndi setja inn mynd af þeim saman en það gengur ekki af skiljanlegum ástæðum þannig að hérna eru myndir af þeim í sitthvoru lagi:
Fídel
... já, ég varð að velja dare-devil mynd af svölunum heima:)
Zorró
... ég veit ekki alveg hvers vegna það er þannig að við systkinin höfum bæði skírt gæludýrin okkar útlenskum nöfnum? en Fídel var einu sinni skæruliði þó hann sé eiginlega vaxinn uppúr því núna en er enn þrjóskari en allt þrjóskt:)
Zorró er hins vegar með grímu, dökkur um augun og með smá línur upp að eyrunum sem sést ekki sérlega vel á myndinni en svo er hann líka mikill sjarmör auðvitað:)
Góðar stundir
ég fór og gaf blóð í morgun sem er ekki í frásögur færandi nema að það vildi ekki hætta að blæða:/ það hefur aldrei komið fyrir áður og mér fannst það alls ekki sniðugt:( hjúkrunarfræðingurinn sagði að þetta kæmi fyrir stundum án þess að nokkur skýring væri á því, stundum kæmi þetta fyrir hjá fólki sem væri duglegt við að taka lýsi og að læknar væru farnir að ráðleggja fólki að taka ekki lýsi viku fyrir aðgerð ... en ég tek ekki lýsi þannig að þetta er frekar dularfullt allt saman og óþægilegt því það er ennþá ekki alveg, alveg hætt að blæða (en þú þarft að vera ég til að sjá það auðvitað;) eða pabbi minn kannski þannig að þið megið endilega sleppa því að segja honum frá þessu atviki, nei, hann les ekki bloggið mitt;)) ... þessi helgi verður ritgerðarhelgi og andleg áreynsla eina áreynslan sem ég ætla að stunda ... og ég ætla að pikka varlega á lyklaborðið með blóðtökuhendinni ;)
eitthvað hefur borið á misskilningi varðandi Fídel og Zorró, nei, ég bý ekki með latínógaur og held ekki við annan:)
Fídel er sambýlisKÖTTURINN minn og Zorró er HUNDUR bróður míns:) ástæðan fyrir því að Fídel keypti ranga tegund af páskaeggi er sú að sjálf geri ég ekki mistök:) ég myndi setja inn mynd af þeim saman en það gengur ekki af skiljanlegum ástæðum þannig að hérna eru myndir af þeim í sitthvoru lagi:
Fídel
... já, ég varð að velja dare-devil mynd af svölunum heima:)
Zorró
... ég veit ekki alveg hvers vegna það er þannig að við systkinin höfum bæði skírt gæludýrin okkar útlenskum nöfnum? en Fídel var einu sinni skæruliði þó hann sé eiginlega vaxinn uppúr því núna en er enn þrjóskari en allt þrjóskt:)
Zorró er hins vegar með grímu, dökkur um augun og með smá línur upp að eyrunum sem sést ekki sérlega vel á myndinni en svo er hann líka mikill sjarmör auðvitað:)
Góðar stundir
miðvikudagur, apríl 11, 2007
Já kæru vinir, aftur bregðast krosstré sem önnur, eitt sinn svarin og gildur limur antisportista samfélagsins ætlar að ganga á Hvannadalshnúk 28. apríl næstkomandi.
... búin að borga og farin að hlakka til, vona að minnsta kosti að fiðrildin í maganum á mér þýði tilhlökkun ekki ... eitthvað annað, það er víst hrikaleg gubbupest að ganga:)
í öðrum fréttum, en tengdum, þá kann ég núna að gera "krákuna" í jóga og lærði jafnframt nýja öndunartækni sem ég man ekki hvað heitir en er það besta sem ég hef lært í háa herrans tíð ;)
Lifið heil
... búin að borga og farin að hlakka til, vona að minnsta kosti að fiðrildin í maganum á mér þýði tilhlökkun ekki ... eitthvað annað, það er víst hrikaleg gubbupest að ganga:)
í öðrum fréttum, en tengdum, þá kann ég núna að gera "krákuna" í jóga og lærði jafnframt nýja öndunartækni sem ég man ekki hvað heitir en er það besta sem ég hef lært í háa herrans tíð ;)
Lifið heil
mánudagur, apríl 09, 2007
Ég þarf að alvarlega ræða við Fídel ... ef ég væri ekki svona ligeglad týpa þá hefði hann eyðilagt páskana, þegar ég loksins fann páskaeggið mitt þá kom í ljós að það var Góu páskaegg ekki Nóa Síríus páskaegg eins og ég borða alltaf á páskunum ... þegar ég man eftir að kaupa mér egg það er að segja;) en súkkulaði er súkkulaði þannig að ég fyrirgaf honum mistökin, hann hefur aldrei kunnað að versla og þess vegna fær hann aldrei að fara út í búð;)
í öðrum fréttum þá fórum við Zorró við þriðja mann í smá göngutúr á Mosfellsheiðinni (er það ekki, þriðji maður? :)) í frábæru veðri og ég er ekki frá því að ég sé að verða brún ... svona bráðum ... í framan :)
búin að vera frekar dugleg um helgina þó ég segi sjálf frá og ég var að enda við að skrá mig í hópefli hópeflanna sem ég annað hvort fæ að vera með í eða ekki - ég held það sé valið í hópinn, vona það að minnsta kosti því ég vil ekki fá að vera með ef ég á ekkert erindi í hópinn ... ef þið skiljið mig? eins og ef þú kannt ekki að blanda liti en færð að vera með í regnbogahópnum því "það mega allir vera með" og þú gerðir þér í raun enga grein fyrir út í hvað þú varst að fara nema þú vissir að það yrði krefjandi þegar þú skráðir þig:) ég get blandað liti en það tekur mig lengri tíma en þá sem eyddu fyrstu 30 árum ævi sinnar í að blanda liti, if jú sí fat æ mín :)
ég var að fá frábæra boli að gjöf frá bróður mínum ... ég á orðið slatta fínt stuttermabolasafn:) spurning um að mynda þá alla þannig að ég geti notað þá en samt munað þá alla eins og þeir voru fyrir 1500 þvottum :)
Lifið heil og verið dugleg:)
í öðrum fréttum þá fórum við Zorró við þriðja mann í smá göngutúr á Mosfellsheiðinni (er það ekki, þriðji maður? :)) í frábæru veðri og ég er ekki frá því að ég sé að verða brún ... svona bráðum ... í framan :)
búin að vera frekar dugleg um helgina þó ég segi sjálf frá og ég var að enda við að skrá mig í hópefli hópeflanna sem ég annað hvort fæ að vera með í eða ekki - ég held það sé valið í hópinn, vona það að minnsta kosti því ég vil ekki fá að vera með ef ég á ekkert erindi í hópinn ... ef þið skiljið mig? eins og ef þú kannt ekki að blanda liti en færð að vera með í regnbogahópnum því "það mega allir vera með" og þú gerðir þér í raun enga grein fyrir út í hvað þú varst að fara nema þú vissir að það yrði krefjandi þegar þú skráðir þig:) ég get blandað liti en það tekur mig lengri tíma en þá sem eyddu fyrstu 30 árum ævi sinnar í að blanda liti, if jú sí fat æ mín :)
ég var að fá frábæra boli að gjöf frá bróður mínum ... ég á orðið slatta fínt stuttermabolasafn:) spurning um að mynda þá alla þannig að ég geti notað þá en samt munað þá alla eins og þeir voru fyrir 1500 þvottum :)
Lifið heil og verið dugleg:)
föstudagur, apríl 06, 2007
Góðan og blessaðan:)
komið kvöld og föstudagurinn langi ... margt hefur gerst undanfarið þannig að nú verður stiklað á stóru :)
ég er að læra á fullu en ekki alveg, alveg nægilega dugleg ... veðrið er of gott þannig að við Zorró höfum verið að styrkja óbyggða- og fjallaeðlið:) við erum alltaf að verða betri í þessari útivist okkar en það er samt lagt í land stundum, við vorum til að mynda næstum búin að drepa okkur á Vífilfelli í gær :/ það var auðvelt upp í móti, við gengum og gengum þangað til við komumst ekki hærra vegna klaka og harðfennis en höfðum ekki áttað okkur á að harðfenni niður í móti er erfiðara en upp í móti aðallega vegna þess að það er erfitt að komast hjá því að horfa niður á leiðinni niður og brekkan leit illa út skal ég segja ykkur ... en við komumst niður, í einu lagi og við ætlum aftur, alla leið upp um leið og snjóa leysir:)
Zorró dreymdi fjallgönguna í allt gærkvöld og mig dreymdi hana líka í alla nótt en ekki aðeins var fjallið brattara, snjórinn harðari og klakinn beittari heldur var ég með ketilbjöllur í báðum höndum, tvær 12 kílóa ketilbjöllur sem kólnuðu þegar á leið og ég gat ekki notað hanskana mína því þá náði ég engu taki á þeim ... þetta var samt ekki beint martröð því ég vissi að ég kæmist niður þó það tæki mig smá tíma og þolinmæði og viti menn þegar ég kom niður var komið sumar, bláber og krækiber (fyrir mig), kanínur (fyrir hundinn) og lítill lækur (fyrir okkur bæði) :)
ég fór á Vorfagnað Boot Camp síðustu helgi, fyrst í forpartý með hópnum mínum þar sem ég var spurð nokkrum sinnum hvort ég væri í Boot Camp og svo í hvaða hóp ég væri ... ég er greinilega ekki lík sjálfri mér þegar ég sjæna mig til:) enda ekkert skrítið, Olga klippimeistari gerði hárið á mér hrikalega fínt, svona elegant rokkara móhíkani með krullum:) svo var ég máluð og í fínum fötum og ekki sveitt og rauð og másandi:) sjálf átti ég erfitt með að þekkja fólkið í partýinu þannig að í fyrstu reyndi ég að sjá alla fyrir mér sveitta og móða þangað til ég áttaði mig á því hvað það var rangt ... næstum því pervertískt:)
hætti því snarlega og minglaði eins mikið og mögulegt var ... gekk ekki sérlega vel að vísu, mér finnst ég vera frekar vinaleg og þrátt fyrir að vera smávegis kjáni í mannlegum samskiptum stundum þá er yfirleitt alveg hægt að tala við mig, er það ekki? :)
ég þekkti engan í þessu partýi og það var mjög erfitt að spjalla jafnvel þó ég vissi fyrir víst að við þekktum sama fólkið (til dæmis þjálfarana okkar), byggjum yfir svipaðri reynslu (tveggja tíma útiæfingar til dæmis eru reynsla) og hefðum að minnsta kosti eitt sameiginlegt áhugamál (ef þú mætir á árshátíð í líkamsræktinni þinni flokkast líkamsræktin undir áhugamál er það ekki?:)) ... en konur mynda múra utanum hópana sína sem er mjög erfitt að brjóta niður án þess að vera hálfgerður hálfviti og hanga eins og hrægammur í kringum þær - ég er hvorki hrægammur né hálfviti þannig að ég talaði aðallega við strákana en fannst ég vera frekar hallærisleg týpa sem kom til að hössla ... það var alls ekki planið það er bara auðveldara að tala við stráka en stelpur ef þú þekkir engan:) stelpur talið við ókunnugar stelpur þó þið séuð með með vinkonum ykkar, sérstaklega ef ókunnuga stelpan er ég:) og strákar þó að ókunnugar stelpur tali við ykkur þá vilja þær ekki allar raðhús, gasgrill og hund í stíl við sófann - ekki ég allavegana;)
afhverju var ég ókunnuga stelpan í partýinu? mig langaði á árshátíðina og keypti mér miða full tilhlökkunnar:) um það bil viku fyrir vorfagnaðinn fattaði ég að ég þekkti í rauninni engan sem var að fara, ekki nema í sjón og tæknilega væri ég að fara ein án þess að hafa átt í samræðum við neinn um annað en hvað við værum búin að gera margar endurtekningar, að ég væri ekki að deyja þó ég væri að gelta og harðsperrur síðustu æfingu;) ég ákvað samt að fara því mig langaði til þess, ef ég biði eftir því að fá einhvern með mér í allt sem mig langar til að gera myndi ég líklega hafa gert frekar lítið af því sem ég er búin að vera að gera:) ketilbjöllur eru gleðilegasta íþrótt sem ég hef kynnst, boot camp er frábært, vorfagnaðurinn var mjög skemmtilegur ... og ég get ekki beðið eftir sumrinu og mótorhjólaferðunum sem ég er búin að skipuleggja;)
annað í fréttum? ójá ... en klukkan er orðin margt þannig að ég segi bara að útidyrahurðin mín syngur dúett í nýrri VR auglýsingu:) og bróðir minn er kominn heim frá Afganistan:) Lára og Maja eru hrikalega sætar, hæfileikaríkar og skemmtilegar stelpur sem ég hvet alla til að kynnast, samkvæmt 10 ára frænku minni hef ég gott af páskaeggi því ég er hálfgerður krakki og krakkar hafa allir gott af páskaeggjum, ég varð að hafa mig alla við til að vinna sex ára frænda minn í skák, sex ára frænka mín missti af balletsýningunni sinni því hún var með gubbupest en hún tók því af stóískri ró sem ekkert okkar hinna bjó yfir (mér finnst ennþá hrikalegt að hún skuli ekki hafa fengið að vera með í sýningunni sinni - sem við fórum öll á því henni fannst enn leiðinlegra að við skyldum missa af sýningunni en að hún gæti ekki verið með sjálf;)) og níu ára frænka mín var í þriðja sæti á Ármannsmeistaramóti :)
Fídel er búinn að fela páskaeggið mitt og þó ég hafi byrjað að leita í gær er ég engu nær - hann er mjög laumulegur þegar hann vill vera það:)
lifið heil og njótið páskanna;)
komið kvöld og föstudagurinn langi ... margt hefur gerst undanfarið þannig að nú verður stiklað á stóru :)
ég er að læra á fullu en ekki alveg, alveg nægilega dugleg ... veðrið er of gott þannig að við Zorró höfum verið að styrkja óbyggða- og fjallaeðlið:) við erum alltaf að verða betri í þessari útivist okkar en það er samt lagt í land stundum, við vorum til að mynda næstum búin að drepa okkur á Vífilfelli í gær :/ það var auðvelt upp í móti, við gengum og gengum þangað til við komumst ekki hærra vegna klaka og harðfennis en höfðum ekki áttað okkur á að harðfenni niður í móti er erfiðara en upp í móti aðallega vegna þess að það er erfitt að komast hjá því að horfa niður á leiðinni niður og brekkan leit illa út skal ég segja ykkur ... en við komumst niður, í einu lagi og við ætlum aftur, alla leið upp um leið og snjóa leysir:)
Zorró dreymdi fjallgönguna í allt gærkvöld og mig dreymdi hana líka í alla nótt en ekki aðeins var fjallið brattara, snjórinn harðari og klakinn beittari heldur var ég með ketilbjöllur í báðum höndum, tvær 12 kílóa ketilbjöllur sem kólnuðu þegar á leið og ég gat ekki notað hanskana mína því þá náði ég engu taki á þeim ... þetta var samt ekki beint martröð því ég vissi að ég kæmist niður þó það tæki mig smá tíma og þolinmæði og viti menn þegar ég kom niður var komið sumar, bláber og krækiber (fyrir mig), kanínur (fyrir hundinn) og lítill lækur (fyrir okkur bæði) :)
ég fór á Vorfagnað Boot Camp síðustu helgi, fyrst í forpartý með hópnum mínum þar sem ég var spurð nokkrum sinnum hvort ég væri í Boot Camp og svo í hvaða hóp ég væri ... ég er greinilega ekki lík sjálfri mér þegar ég sjæna mig til:) enda ekkert skrítið, Olga klippimeistari gerði hárið á mér hrikalega fínt, svona elegant rokkara móhíkani með krullum:) svo var ég máluð og í fínum fötum og ekki sveitt og rauð og másandi:) sjálf átti ég erfitt með að þekkja fólkið í partýinu þannig að í fyrstu reyndi ég að sjá alla fyrir mér sveitta og móða þangað til ég áttaði mig á því hvað það var rangt ... næstum því pervertískt:)
hætti því snarlega og minglaði eins mikið og mögulegt var ... gekk ekki sérlega vel að vísu, mér finnst ég vera frekar vinaleg og þrátt fyrir að vera smávegis kjáni í mannlegum samskiptum stundum þá er yfirleitt alveg hægt að tala við mig, er það ekki? :)
ég þekkti engan í þessu partýi og það var mjög erfitt að spjalla jafnvel þó ég vissi fyrir víst að við þekktum sama fólkið (til dæmis þjálfarana okkar), byggjum yfir svipaðri reynslu (tveggja tíma útiæfingar til dæmis eru reynsla) og hefðum að minnsta kosti eitt sameiginlegt áhugamál (ef þú mætir á árshátíð í líkamsræktinni þinni flokkast líkamsræktin undir áhugamál er það ekki?:)) ... en konur mynda múra utanum hópana sína sem er mjög erfitt að brjóta niður án þess að vera hálfgerður hálfviti og hanga eins og hrægammur í kringum þær - ég er hvorki hrægammur né hálfviti þannig að ég talaði aðallega við strákana en fannst ég vera frekar hallærisleg týpa sem kom til að hössla ... það var alls ekki planið það er bara auðveldara að tala við stráka en stelpur ef þú þekkir engan:) stelpur talið við ókunnugar stelpur þó þið séuð með með vinkonum ykkar, sérstaklega ef ókunnuga stelpan er ég:) og strákar þó að ókunnugar stelpur tali við ykkur þá vilja þær ekki allar raðhús, gasgrill og hund í stíl við sófann - ekki ég allavegana;)
afhverju var ég ókunnuga stelpan í partýinu? mig langaði á árshátíðina og keypti mér miða full tilhlökkunnar:) um það bil viku fyrir vorfagnaðinn fattaði ég að ég þekkti í rauninni engan sem var að fara, ekki nema í sjón og tæknilega væri ég að fara ein án þess að hafa átt í samræðum við neinn um annað en hvað við værum búin að gera margar endurtekningar, að ég væri ekki að deyja þó ég væri að gelta og harðsperrur síðustu æfingu;) ég ákvað samt að fara því mig langaði til þess, ef ég biði eftir því að fá einhvern með mér í allt sem mig langar til að gera myndi ég líklega hafa gert frekar lítið af því sem ég er búin að vera að gera:) ketilbjöllur eru gleðilegasta íþrótt sem ég hef kynnst, boot camp er frábært, vorfagnaðurinn var mjög skemmtilegur ... og ég get ekki beðið eftir sumrinu og mótorhjólaferðunum sem ég er búin að skipuleggja;)
annað í fréttum? ójá ... en klukkan er orðin margt þannig að ég segi bara að útidyrahurðin mín syngur dúett í nýrri VR auglýsingu:) og bróðir minn er kominn heim frá Afganistan:) Lára og Maja eru hrikalega sætar, hæfileikaríkar og skemmtilegar stelpur sem ég hvet alla til að kynnast, samkvæmt 10 ára frænku minni hef ég gott af páskaeggi því ég er hálfgerður krakki og krakkar hafa allir gott af páskaeggjum, ég varð að hafa mig alla við til að vinna sex ára frænda minn í skák, sex ára frænka mín missti af balletsýningunni sinni því hún var með gubbupest en hún tók því af stóískri ró sem ekkert okkar hinna bjó yfir (mér finnst ennþá hrikalegt að hún skuli ekki hafa fengið að vera með í sýningunni sinni - sem við fórum öll á því henni fannst enn leiðinlegra að við skyldum missa af sýningunni en að hún gæti ekki verið með sjálf;)) og níu ára frænka mín var í þriðja sæti á Ármannsmeistaramóti :)
Fídel er búinn að fela páskaeggið mitt og þó ég hafi byrjað að leita í gær er ég engu nær - hann er mjög laumulegur þegar hann vill vera það:)
lifið heil og njótið páskanna;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)