fimmtudagur, desember 29, 2005

Gleðilega hátíð öll!!

ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem sendu mér jólakort kærlega fyrir kortin!! Ég er alltaf svo ánægð með að fá kort á jólunum en sendi aldrei nein sjálf ... ég ætlaði að gera það núna því engin eru jólaprófin en því miður var ég ekki í neinu ástandi til að skrifa þau á jólakortatímanum ... ég er að hugsa um að skrifa kortin í ágúst á næsta ári til að vera viss um að koma þeim öllum út:)

vona að þið hafið öll haft það gott um jólin og ég vona að þið farið varlega með eld og skemmtanir á laugardaginn og ég vona svo sannarlega að það fari allir út í kraftgalla og ullarnærfötum til að horfa á flugeldana til að koma í veg fyrir að verða lasnir ... það er þvílíkt leiðinlegt að vera lasin:( ég tala af reynslu því miður ...

ég er samt búin að lesa smá og horfa á slatta af bíómyndum sem ég hef ætlað að sjá lengi en hef ekki séð, The Village til dæmis og Bourne myndirnar (Identity og Supremacy) ... jamms, líf mitt er hrikalega spennandi:) annars var ég að taka nokkur próf á netinu, það er alltaf gaman en þau eru mismunandi nákvæm auðvitað:)Your darkest secret is:
You actually couldn't find WaldoTake this quiz at QuizGalaxy.com


Take this quiz at QuizGalaxy.comHow Guðrún should improve for 2006:


QuizGalaxy.com!


Pretend you have a voice in your head so people are afraid of you


Take this quiz at QuizGalaxy.com


Lifið heil og takið vítamín:)

Engin ummæli: