mánudagur, desember 19, 2005

Góðan og blessaðan allir saman

ég er búin að vera fáránlega mikið veik undanfarið, mæli engan veginn með því að hálskirtlalaust fólk verði sér út um streftókokkasýkingu því þá eiga streftókokkarnir það til að hreiðra um sig í eitlunum og slímhúðinni:( allt annað en yndislegt verð ég að segja en núna er ég nokkurn vegin alveg komin til meðvitundar þó mig svíði í augun eftir að hafa verið vakandi í nokkra klukkutíma í einu og verð að leggja mig:) samt gott að ég er lasin núna því ég er ekki í prófum, ég verð ekki lasin um jólin (7, 9, 13) því ég er á voðalega sterkum lyfjum sem virka bara fínt á allt nema magann:) og svo kom það mér merkilega á óvart að ég kemst í kjólinn fyrir jólin þó ég hafi ekki beint stefnt að því nema í djóki:)

lifið heil og verðið aldrei lasin í líffærum sem er búið að fjarlægja

Engin ummæli: