mánudagur, desember 05, 2005

Góðan og blessaðan:)

kominn 5. desember ... frekar langt síðan ég hef bloggað en mér til varnar þá hef ég verið að gera margt annað skemmtilegt:) það eina sem ég hef gert undanfarið sem var ekki sérlega skemmtilegt var að vera veik í síðustu viku, það var ekkert gaman:( samt merkilega hress orðin, stelpurnar sem ég er að vinna með hafa tvær verið lasnar í margar vikur, með kvef og hálsbólgu sem virðist aldrei ætla að fara þannig að þær mæta í vinnuna á hverjum degi en eru hrikalega slappar, það er verra en það sem ég fékk! miklu, miklu verra!! ég fékk bara einhvers konar ógleðis-, hita- og beinverkja flensu með smá hálsbólgu í lokin sem var eins og ótengd öllu saman:) frekar erfitt að lýsa því en hálsbólgan kom bara svona bæ ðe vei ekki svona OG hálsbólga:)

ég hef verið að misnota ftp-server hjá vini mínum undanfarið líka, þakka þér, þakka þér:) og er búin að horfa á Leon, Hannibal, Manhunter, Green Street Hooligans, What the Bleep Do We Know?, Silence of the Lambs og fleiri myndir bíða sem ég á eftir að horfa á en eru komnar í tölvuna, Red Dragon, Requiem For a Dream og ... man ekki alveg en ég hef verið ofsalega dugleg að ýta á Download undanfarið:)

mamma kom heim á föstudaginn og hún kom með sól handa mér:) risastórt strandhandklæði með risastórri sól:) handklæðið er himinblátt með skærgulri sól og næstum því jafnstórt og ég, á hæðina, ekki breiddina, það er miklu breiðara en ég;) verð að fara að koma mér á strönd við Miðjarðarhafið til að nota það eftir að ég hef fengið mér sundsprett:)

Lifið heil

Engin ummæli: