laugardagur, desember 31, 2005

Your results:
You are Spider-Man
Spider-Man
90%
Superman
85%
Robin
77%
Green Lantern
65%
Batman
65%
Catwoman
65%
Iron Man
60%
Supergirl
55%
The Flash
55%
Hulk
55%
Wonder Woman
45%
You are intelligent, witty,
a bit geeky and have great
power and responsibility.
Click here to take the Superhero Personality Test


ég er 90% Spiderman ... enda vaknaði ég í morgun við að detta fram úr rúminu alveg eins og Spiderman gerði eftir að hann var bitinn af kóngulónni ... eða vaknaði hann á gólfinu? Man það ekki alveg en hann var á gólfinu og sá skýrt, alveg nákvæmlega eins og ég!!! ég var á gólfinu og sá skýrt!! en ... ég var ekki bitin af kónguló í gær heldur fór ég í leikhús, fallið úr rúminu var ekki sérlega tignarlegt heldur meira "ó ... djö ... nei ... dunk ... ái!!" og ástæðan fyrir því að ég sá skýrt var sú að ég var með gleraugun á nefinu, afhverju var ég sofandi með gleraugun? ... hver veit?

við fórum í leikhús í gær, á Woyzeck sem var valin ein af 9 bestu sýningum ársins í London samkvæmt Time Out - mig langaði til að fara því Nick Cave og Warren Ellis sömdu tónlistina og hún var frábær:) og svo var rosalega mikið vatn á sviðinu:) svona renna sem fólk gat synt í og ég er að hugsa um að fá mér svoleiðis! ... eða gat í gólfið sem ég get hoppað niður í eða brunasúlu til að renna mér niður af svölunum kannski frekar:) ... ég er ekki nægilega vel að mér í leikhúsfræðum til að segja neitt upplýst um verkið sjálft að vatninu og tónlistinni undanskilinni ... það var fyndið:) Ólafur Darri söng Nick Cave lög í Elvis-galla, það voru smá loftfimleikar og karlakórinn var geðveikt flottur:) en orðin? "það sjá allir ef þeir hafa tvö augu og ef það er sólskin og ef þeir eru ekki blindir" ... well, duh! mér fannst orðin ekki passa:) ... eins og það væri að reyna of mikið að sýna kafkaeska angst þrátt fyrir grasið og blómin ... ég veit alveg að grasið og blómin eiga ábyggilega að vera andstæðan við verksmiðjufílinginn sem hinn hluti sviðsmyndarinnar sýndi en ... dýpri merkingin var of djúp fyrir mig, eða ekki of djúp? eða ég er ekki nægilega djúp og horfi of mikið á bíómyndir en tónlistin var góð og vatnið sniðugt:) "leikhúsfólk" fílar þessa sýningu ábyggilega í ræmur:)

Ég er búin að setja fyrir alla glugga heima hjá mér fyrir kvöldið, svo Fídel lifi önnur áramót af án þess að verða alveg sköllóttur og ég er að hugsa um að setja Star Trek þætti á rípít á tölvuna (alla Borg-þættina og timetravel-þættina því það er svo mikill hávaði í þeim) og System of A Down á rípít í græjurnar, spila bæði á hæsta þannig að hann heyri ekki heldur í sprengjunum ... en miðað við hamaganginn á Skólavörðuholtinu undanfarin ár þá efast ég um að þessar varnir verði nægar frekar en fyrri ár ... aumingja gæludýrin okkar:) Zorró hans Gunnars trompaðist um daginn þegar flugeldasýningin var í Perlunni og ætlaði "í 'ana" ... Gunnar verður heima með honum í kvöld en mig grunar að á næsta ári verði þeir í sumarbústað, það verður ekkert grín að halda 40+ kg hundi rólegum þegar fer að nálgast miðnættið:)

vonandi fara áramótin vel fram hjá ykkur öllum og hafið það sem allra, allra best og megi öll ykkar áramótaheit standast - ég er 100% á því að það strengi allir áramótaheit meðvitað eða ómeðvitað, opinberlega eða með sjálfum sér, það vilja allir breyta einhverju eða bæta eitthvað hjá sjálfum sér:)

Lifið heil

fimmtudagur, desember 29, 2005

Gleðilega hátíð öll!!

ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem sendu mér jólakort kærlega fyrir kortin!! Ég er alltaf svo ánægð með að fá kort á jólunum en sendi aldrei nein sjálf ... ég ætlaði að gera það núna því engin eru jólaprófin en því miður var ég ekki í neinu ástandi til að skrifa þau á jólakortatímanum ... ég er að hugsa um að skrifa kortin í ágúst á næsta ári til að vera viss um að koma þeim öllum út:)

vona að þið hafið öll haft það gott um jólin og ég vona að þið farið varlega með eld og skemmtanir á laugardaginn og ég vona svo sannarlega að það fari allir út í kraftgalla og ullarnærfötum til að horfa á flugeldana til að koma í veg fyrir að verða lasnir ... það er þvílíkt leiðinlegt að vera lasin:( ég tala af reynslu því miður ...

ég er samt búin að lesa smá og horfa á slatta af bíómyndum sem ég hef ætlað að sjá lengi en hef ekki séð, The Village til dæmis og Bourne myndirnar (Identity og Supremacy) ... jamms, líf mitt er hrikalega spennandi:) annars var ég að taka nokkur próf á netinu, það er alltaf gaman en þau eru mismunandi nákvæm auðvitað:)







Your darkest secret is:
You actually couldn't find Waldo



Take this quiz at QuizGalaxy.com






Take this quiz at QuizGalaxy.com



How Guðrún should improve for 2006:


QuizGalaxy.com!


Pretend you have a voice in your head so people are afraid of you


Take this quiz at QuizGalaxy.com


Lifið heil og takið vítamín:)

þriðjudagur, desember 20, 2005

Ég er búin að vera að lesa nokkur blogg í morgun um Miss World keppnina meðal annars ... ég er ekki sérlega hlynnt svona keppnum sjálf en auðvitað getur það verið vegna þess að ég hef aldrei komið nálægt fegurðarsamkeppnum í nokkurri mynd, blessaður Fídel hefur ekki einu sinni farið á kattarsýningu, hvorki sem keppandi né áhorfandi:)

Ef ég væri tengdari fegurðarsamkeppnum væri mín milda óbeit ef til vill ekki til staðar? Ég spila til dæmis ekki golf og skil ekki hvernig fólk nennir að eyða heilum og hálfum dögum á vellinum í leit að lítilli kúlu til þess eins að lemja hana aftur með kylfu og hefja leitina að nýju, ég stunda ekki ísklifur og á bágt með að skilja sport sem er ískalt og lífshættulegt, þar sem íþróttamaðurinn veit að ef hann klifrar ekki alveg 100% rétt getur hann lent í sjálfheldu og/eða gríðarlegum vandræðum ... ég er ekki í pólitík og ég sé sjálfa mig ekki fyrir mér á mannamóti við að verja einhvern frambjóðandann með kjafti og klóm því hann er "frambjóðandinn minn!!". En fólk sem er pólitískt veit, sumt, fátt betra.
Ef þú eyðir miklum tíma og orku í eitthvað áhugamál, ef þínar frístundir fara að mestum hluta til í einhvers konar "sport" (saman hvaða nafni þú kýst að nefna það, golf, ísklifur, pólitík, útlit og líkami) verður það óumflýjanlega hluti af þér. Útlit og líkami er auðvitað hluti af þér fræðilega séð en mjög margir nútímamenn eru eins og Hr. Duffyinn hans James Joyce í The Dubliners: "Mr. Duffy lived a short distance from his body" - ekki illa meint en taka ekki flestir panodil við höfuðverk í stað þess að forðast það sem olli höfuðverknum? En þetta er útúrdúr. Þegar einhver skammast eða lítur niður á það sem þú gerir tekurðu því persónulega því það er verið að dissa þig beint.

Rökrétt allt saman, ef þú ert í fegurðarsamkeppni geturðu talað fallega um fegurðarsamkeppnir, ef þú ert í golfi geturðu talað fallega um golf, ef þú ert í eða hefur verið í fegurðarsamkeppni hefurðu eytt nánast öllum þínum frítíma einhvern hluta ævinnar í að undirbúa þig fyrir keppni þannig að ef einhver vogar sér að segja "fegurðarsamkeppnir eru fyrir heimsk bimbó" tekurðu því persónulega og svarar því líklega til að sá sem það segi sé sjálf/ur heimskt bimbó (jamms, karlmenn geta líka verið bimbó) sem er rétt því mælandinn hefur væntanlega aldrei tekið þátt og hefur engar raunverulega forsendur til að dæma alla keppendur heimsk bimbó og keppnina fáránlega - það myndi enginn æfa stöðugt og einbeita sér í 6 mánuði að brosi, göngu, "persónulegu viðhaldi", líkamsrækt etc. án þess að geta sagt eitthvað fallegt um þetta tímabil ... að því gefnu auðvitað að umræddur keppandi komi tiltölulega heill frá keppni?

Ég las pistilinn eftir Gillz á kallarnir.is, hann hefur óverdósað á vítamíni að mínu mati, orðinn of "healthy", reichkinder eiginlega ... alls ekkert að því en ef við myndum festast í lyftu myndum við eiga það eitt sameiginlegt og þyftum líklega að kveikja eld til að hafa eitthvað til að tala um ... 162 komment á færslunni hjá honum,bæði með og á móti, sum kommentin eru slatta fyndin, :

"ég verð nu bara að segja að þetta er hreynasta snild :´D ég þoli þessa helvítis rauðsokka ekki .. ég er nu samt stelpa og á víst að vera sammála en ég meina okei vill þetta fólk frekar að það sé keft um feitasta og ljotasta manneskja í heimi eða ? =/
Inga ! | 17.12.05 - 9:36 pm | #
"

en þetta komment er samt umhugsunarvert ... það er keppt um innri fegurð í Miss World, þessi "innri fegurð" sem JúBí ("My name is Unnur Birna but you can call me JúBí") var að tala um að væri dæmt eftir, afhverju þarftu að vera í sundbol til að sýna hana? Hvernig fólk ber sig, hagar sér og er innan um aðra er allt "mælanlegt" án þess að sundbolir komi við sögu er það ekki? Hefði JúBí ekki verið alveg jafngóð Miss World án þess að koma fram á sundbol? Hvar verður hún að safna peningum á sundbol einum fata? En það er ekki bara sundbolurinn sem pirrar mig við Miss World heldur líka keppnin sjálf:) Hún snýst um að velja árlega fallegustu stelpuna til að safna peningum til góðgerðamála, Beauty for a Purpose er slagorð keppninnar en hvað kostar að halda hana? Væri ekki betra að halda aðeins minni keppni og nota peningana sem fara í húllumhæið til góðgerðamála? Afhverju "Beauty for a Purpose"? Afhverju ekki "Jojo for a Purpose" og jójóarar ferðast um heiminn til að safna til góðgerðamála, það kunna auðvitað allir að meta fegurð en ég held að á heildina litið kunni fleiri að meta góða jójóara en sæta stelpu sem kemur vel fyrir, þó hún komi vel fyrir á sundbol einum fata ... ég hef aldrei skilið fegurðarsamkeppnir ég viðurkenni það, ég hef heldur aldrei skilið golfmót og framboðstilfæringar en eru nægilega margir í heiminum tilbúnir til að láta pening í staðinn fyrir að sjá eða hitta Miss World? Borgar þessi keppni sig? Er hún aðallega sjónvarpsefni? Lifir keppnin á auglýsingunum sem hún framkallar? Stæði hún undir sér án þess að vera risavaxið húllumhæ? Afhverju sætasta stelpan í sundbol? Afhverju ekki sterkasta stelpan? Síðhærðasta stelpan? Stelpan með lengstu neglurnar? Sem allar koma vel fyrir, gáfaðar stelpur, klárar, góðar í samskiptum, skemmtilegar, allt sem Miss World leitar að en með eitthvað annað til brunns að bera en að líta vel út í sundbol ... golf, ísklifur, jójó, pólitík ... til að verða góð/ur í þessu verður fólk að æfa sig, hafa einhvern hæfileika, einbeitingu, innri styrk, þrautseigju ... til að komast á ólympíuleikana eða á þing þarf að æfa sig og þjálfa í mörg, mörg, mörg ár ... ætli ég sé á móti fegurðarsamkeppnum því það er ekki hægt að æfa sig í að vera sæt/ur? Það geta ekki allir verið með sama hvað þeir æfa sig mikið?

mánudagur, desember 19, 2005

Góðan og blessaðan allir saman

ég er búin að vera fáránlega mikið veik undanfarið, mæli engan veginn með því að hálskirtlalaust fólk verði sér út um streftókokkasýkingu því þá eiga streftókokkarnir það til að hreiðra um sig í eitlunum og slímhúðinni:( allt annað en yndislegt verð ég að segja en núna er ég nokkurn vegin alveg komin til meðvitundar þó mig svíði í augun eftir að hafa verið vakandi í nokkra klukkutíma í einu og verð að leggja mig:) samt gott að ég er lasin núna því ég er ekki í prófum, ég verð ekki lasin um jólin (7, 9, 13) því ég er á voðalega sterkum lyfjum sem virka bara fínt á allt nema magann:) og svo kom það mér merkilega á óvart að ég kemst í kjólinn fyrir jólin þó ég hafi ekki beint stefnt að því nema í djóki:)

lifið heil og verðið aldrei lasin í líffærum sem er búið að fjarlægja

miðvikudagur, desember 07, 2005



ég hef rosalega gaman að lesa veggjakrot:) þessi mynd tók Einar á Kárahnjúkum um daginn, einhver hefur greinilega vaknað of oft við að hurðinni væri skellt:)

Góðar stundir

þriðjudagur, desember 06, 2005

Ég er að reyna að brenna diska því mér tókst að fylla tölvuna mína:) ... innst inni hélt ég að það væri ekki hægt en mér tókst það nú samt ... og ég kann ekki að brenna diska af einhverjum ástæðum, ég er búin að missa töluna á því hvað ég hef búið til marga diska sem ekki var hægt að spila á nokkru einasta apparati og enduðu sem folfar:)

á morgun er ég að fara að jólaföndrast eftir vinnu með fólki úr vinnunni ... ef ég næ að klára allt hitt sem ég verð að gera á morgun og skiptir líka máli ... þannig að ég er að hugsa um að fara að sofa bráðum, jamms, alveg rétt strax:)

ég var að æfa mig í að búa til fasta fléttu í sjálfa mig áðan, gekk ágætlega held ég barasta ... lítur vel út að framan að minnsta kosti, hef ekki hugmynd um hvernig þetta er að aftan en hún helst uppi þannig að samkvæmt skilgreiningu er hún föst flétta - flétta er afstæð, það eru til brauðfléttur og fléttulistar í pólitík og blómfléttur og flétta í bókmenntum og flétta eitthvað saman eins og nám og vinnu ... afstæð, eins og ég segi, og ef það sem ég er með á höfðinu helst uppi er auðveldlega hægt að kalla það "fasta fléttu" er það ekki? kettirnir hjálpuðu mér auðvitað eins og með allt annað, hvað myndi ég gera án þeirra hjálpar? Fídel rændi teygjunni og lenti í rosalegum slagsmálum við hana undir eldhúsborðinu, hann var að vera viss um að hún væri almennilega dauð þegar ég setti hana í hárið á mér, Fídel er varðköttur:) Seifur náði greiðunni upp eftir nokkrar tilraunir og faldi hana undir mottu, hann var að bæta liðsmanni í einkaher sinn - allt sem er ekki skrúfað fast fær inngöngu, Seifur er stríðsköttur:) ... þeir eru samt greinilega innikettir, Fídel ræðst á skugga, ég hef aldrei hitt hættulegan skugga og Seifur hættir aldrei að reyna að fela vatnið úr vatnsdallinum undir mottunni með einkahernum, vatn er mjög lélegur hermaður nema gegn parketi auðvitað ... kannski eru þeir ekki svo heimskir?

Lifið heil

mánudagur, desember 05, 2005

Góðan og blessaðan:)

kominn 5. desember ... frekar langt síðan ég hef bloggað en mér til varnar þá hef ég verið að gera margt annað skemmtilegt:) það eina sem ég hef gert undanfarið sem var ekki sérlega skemmtilegt var að vera veik í síðustu viku, það var ekkert gaman:( samt merkilega hress orðin, stelpurnar sem ég er að vinna með hafa tvær verið lasnar í margar vikur, með kvef og hálsbólgu sem virðist aldrei ætla að fara þannig að þær mæta í vinnuna á hverjum degi en eru hrikalega slappar, það er verra en það sem ég fékk! miklu, miklu verra!! ég fékk bara einhvers konar ógleðis-, hita- og beinverkja flensu með smá hálsbólgu í lokin sem var eins og ótengd öllu saman:) frekar erfitt að lýsa því en hálsbólgan kom bara svona bæ ðe vei ekki svona OG hálsbólga:)

ég hef verið að misnota ftp-server hjá vini mínum undanfarið líka, þakka þér, þakka þér:) og er búin að horfa á Leon, Hannibal, Manhunter, Green Street Hooligans, What the Bleep Do We Know?, Silence of the Lambs og fleiri myndir bíða sem ég á eftir að horfa á en eru komnar í tölvuna, Red Dragon, Requiem For a Dream og ... man ekki alveg en ég hef verið ofsalega dugleg að ýta á Download undanfarið:)

mamma kom heim á föstudaginn og hún kom með sól handa mér:) risastórt strandhandklæði með risastórri sól:) handklæðið er himinblátt með skærgulri sól og næstum því jafnstórt og ég, á hæðina, ekki breiddina, það er miklu breiðara en ég;) verð að fara að koma mér á strönd við Miðjarðarhafið til að nota það eftir að ég hef fengið mér sundsprett:)

Lifið heil