You are Spider-Man
| You are intelligent, witty, a bit geeky and have great power and responsibility. |
ég er 90% Spiderman ... enda vaknaði ég í morgun við að detta fram úr rúminu alveg eins og Spiderman gerði eftir að hann var bitinn af kóngulónni ... eða vaknaði hann á gólfinu? Man það ekki alveg en hann var á gólfinu og sá skýrt, alveg nákvæmlega eins og ég!!! ég var á gólfinu og sá skýrt!! en ... ég var ekki bitin af kónguló í gær heldur fór ég í leikhús, fallið úr rúminu var ekki sérlega tignarlegt heldur meira "ó ... djö ... nei ... dunk ... ái!!" og ástæðan fyrir því að ég sá skýrt var sú að ég var með gleraugun á nefinu, afhverju var ég sofandi með gleraugun? ... hver veit?
við fórum í leikhús í gær, á Woyzeck sem var valin ein af 9 bestu sýningum ársins í London samkvæmt Time Out - mig langaði til að fara því Nick Cave og Warren Ellis sömdu tónlistina og hún var frábær:) og svo var rosalega mikið vatn á sviðinu:) svona renna sem fólk gat synt í og ég er að hugsa um að fá mér svoleiðis! ... eða gat í gólfið sem ég get hoppað niður í eða brunasúlu til að renna mér niður af svölunum kannski frekar:) ... ég er ekki nægilega vel að mér í leikhúsfræðum til að segja neitt upplýst um verkið sjálft að vatninu og tónlistinni undanskilinni ... það var fyndið:) Ólafur Darri söng Nick Cave lög í Elvis-galla, það voru smá loftfimleikar og karlakórinn var geðveikt flottur:) en orðin? "það sjá allir ef þeir hafa tvö augu og ef það er sólskin og ef þeir eru ekki blindir" ... well, duh! mér fannst orðin ekki passa:) ... eins og það væri að reyna of mikið að sýna kafkaeska angst þrátt fyrir grasið og blómin ... ég veit alveg að grasið og blómin eiga ábyggilega að vera andstæðan við verksmiðjufílinginn sem hinn hluti sviðsmyndarinnar sýndi en ... dýpri merkingin var of djúp fyrir mig, eða ekki of djúp? eða ég er ekki nægilega djúp og horfi of mikið á bíómyndir en tónlistin var góð og vatnið sniðugt:) "leikhúsfólk" fílar þessa sýningu ábyggilega í ræmur:)
Ég er búin að setja fyrir alla glugga heima hjá mér fyrir kvöldið, svo Fídel lifi önnur áramót af án þess að verða alveg sköllóttur og ég er að hugsa um að setja Star Trek þætti á rípít á tölvuna (alla Borg-þættina og timetravel-þættina því það er svo mikill hávaði í þeim) og System of A Down á rípít í græjurnar, spila bæði á hæsta þannig að hann heyri ekki heldur í sprengjunum ... en miðað við hamaganginn á Skólavörðuholtinu undanfarin ár þá efast ég um að þessar varnir verði nægar frekar en fyrri ár ... aumingja gæludýrin okkar:) Zorró hans Gunnars trompaðist um daginn þegar flugeldasýningin var í Perlunni og ætlaði "í 'ana" ... Gunnar verður heima með honum í kvöld en mig grunar að á næsta ári verði þeir í sumarbústað, það verður ekkert grín að halda 40+ kg hundi rólegum þegar fer að nálgast miðnættið:)
vonandi fara áramótin vel fram hjá ykkur öllum og hafið það sem allra, allra best og megi öll ykkar áramótaheit standast - ég er 100% á því að það strengi allir áramótaheit meðvitað eða ómeðvitað, opinberlega eða með sjálfum sér, það vilja allir breyta einhverju eða bæta eitthvað hjá sjálfum sér:)
Lifið heil