fimmtudagur, mars 31, 2005

Forsíða Morgunblaðsins 12. nóvember 1978

Blekkti yfirvöl til að hreinsa borgir og bæi
Belgrad, Júgóslavíu, 11. nóvember. AP.

Hin 21 árs gamla Goranka Krajl en nú í haldi í Belgrad og bíða hennar réttarhöld, þar sem hún er sökuð um að hafa villt á sér heimildir og blekkt yfirvöld. En áður en Goranka var hneppt í varðhald kom hún því til leiðar að miklar endurbætur og tiltektir voru gerðar í sex borgum og bæjum Júgóslavíu og að hæð nokkur við einn bæjanna var ræktuð upp.
Goranka hafði þann hátt á að hún gekk á fund yfirvalda í borgum og bæjum og sagðist vera Olga Walter, fulltrúi kvikmyndagerðarmanna sem ætluðu að gera kvikmynd um viðkomandi stað. Hún sagði að fyrst yrði þó að snyrta borgina og lagfæra hús, götur, garða o.þ.h.
Yfirvöld gleyptu við sögunni og frí var gefið í skólum svo að nemendur gætu aðstoðað við hreinsunina og lagfæringarnar.
Og Goranka lét ekki sitja við þetta eitt. Hún bauð embættismönnum og leiðtogum ýmissa samtaka á hverjum stað til matarveislu og sagði hótelstjóranum að framkvæmdastjóri kvikmyndatökumannanna sem ekki var til, mundi greiða reikninginn. En þegar hún hafði leikið þennan leik í sex borgum fóru grunsemdir að gera vart við sig. Lögreglan tók að rannsaka málið og kom í ljós að persónuskilríki Gorönku voru stolin. Hún var handtekin í samkvæmi sem hún hélt ýmsum áhrifamönnum í Ljig, sjöttu borginni sem hún kom hreinsunum og lagfæringum af stað. Það var þó ekki fyrr en eftir málaþóf við samkvæmisgesti að lögreglunni tókst að fara með Gorönku á brott, því samkvæmisgestirnir voru ekki á þeim buxunum að láta handtaka þessa ágætis konu.


... mér finnst þessi frétt svolítið "rómantísk" ...

Góðar stundir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

parf ad athuga:)