Jú, jú, haldiði ekki bara að ég sé komin heim:) komst alla leið í gær og meira að segja ogguponsu á undan áætlun sem er fínt eftir allar tafirnar:) ... en vá hvað ég varð að millilenda oft á heimsleiðinni:/
Lagði af stað frá Nuuk klukkan níu í gærmorgun, lenti í Kangerlussuaq ca. einum og hálfum tíma seinna, glampandi sól og -7°C. Stoppuðum í hálftíma og losuðum okkur við 5, FIMM, lítil börn sem nutu flugsins ekki neitt - þeim var samt ekki hent út, þau ætluðu ekkert lengra en til Kangerlussuaq:)
Þaðan fórum við til Kulusuk, ca. tveggja tíma flug yfir jökulinn - ég held að erfiðasta púsluspil í heimi sé loftmynd af jöklinum í sólskini því það er algerlega ómögulegt að sjá hvar jökullinn endar og himininn byrjar ... og öfugt:) kannski leita ég að svoleiðis púsluspili ef ég hef ekkert að gera í svona mánuð:)
Frá Kulusuk var önnur tveggja klukkutíma flugferð til Nerlerit Inaat , öðru nafni Constable Point, þar sem var -11°C og mikið rok ... hefur ábyggilega verið nálægt -30°C en samt lúmskt fallegt þarna:) frá Nerlerit Inaat var svo aftur tveggja tíma flug til Reykjavíkur ... ég var rosalega fegin að komast heim:) aðallega til að geta lent í síðasta skiptið og farið úr vélinni án þess að frjósa;)
skrifa einhverja ferðasögu seinna ... en ég er loksins komin heim:) og ég fíla Grænland í ræmur!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli