mánudagur, mars 07, 2005

Er að skrá haustið 1986 í vinnunni, í október voru bæði Divine og Nick Cave á landinu ... og ég man ekki eftir því:(

Divine var að skemmta á EVROPA discótek og samkvæmt auglýsingunni laugardaginn 18. október fer hver að verða síðastur:

DIVINE í síðasta skipti á Íslandi
Í kvöld er síðasta tækifærið til að sjá hinn stórfenglega DIVINE. Hans "Guðdómleiki" er hreint ótrúlegur á sviði og slær allt annað út og þig líka. Þetta er atriði sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara því DIVINE er það sem talað verður um næstu vikurnar. Plötusnúðarnir Daddi og Ívar verða í stuðdeildinni og ætla m.a. að sýna splunkunýjan Coca Cola Eurochart, Top 10 á risaskjánum.
Hljómsveiting Bogart verður á útopnu á efstu hæðinni.


og á sunnudagskvöldinu var hægt að fara á skemmtistaðinn Roxzý (þar sem Villti Tryllti Villi var síðar) og hlusta á Nick Cave & The Bad Seeds ...

skemmtileg helgi ... fyrir löngu síðan:) ekki að ég sé að kvarta, hef séð Nick Cave tvisvar á tónleikum og Eddie Izzard kemur til landsins í vikunni:) svo er líka alveg hægt að skemmta sér vel um helgar þó að Nick Cave sé ekki á landinu:)


góðar stundir

Engin ummæli: