miðvikudagur, október 27, 2004

Tvennt:

1. ég hætti að tala um sprautur en gleymdi að segja það áðan, ég talaði bara um sprautur í miðjunni...
2. færsla síðan í dag sem ég hélt að hefði eyðst var allt í einu kominn á síðuna mína... hún var einmitt dæmi dagsins í dag um færslu sem ég hafði reynt að blogga en hvarf;) ég nennti bara ekki að útskýra hvörfin meira...

núna segi ég góða nótt og góðar stundir og vonandi sjáiði tunglmyrkvan sem verður á eftir;)
... ég er búin að vera að reyna að blogga ... ef ég væri að reyna að hringja myndi ég alltaf ná sambandi við Færeyjar - og alltaf sömu konuna í Færeyjum:) stundum finnst serverinn ekki eða ég næ að stroka allt út áður en ég næ að pósta þannig að þessi síðasta getrauna-færsla hefur verið einum of lengi inni... sérstaklega þar sem ég ætlaði að vera duglegri að blogga:)

Valgerður er ótvíræður sigurvegari keppninnar með þrjú stig:)

en þessi getraun var alltof erfið, ég var næstum búin að gleyma svörunum sjálf - fyrir utan það að mér er eiginlega alveg sama núna:)

núna ætla ég að tala um sprautur - viðvörun fyrir þá sem hata þær:)
... flest allir sem ég hitti þessa dagana eru hræddir við sprautur og með ofnæmi fyrir köttum - þetta er ábyggilega að ganga?

ég fékk flensu í vinstri handlegginn um daginn... mæli ekki með flensusprautum:/
hélt það væri góð hugmynd en nei, var það eiginlega ekki neitt - það var greinilega búið að útskýra hvað allt gerðist hratt á bókasafninu fyrir hjúkrunarfræðingnum þannig að hún stakk og frussaði efninu inn á núll komma núll einni... ekkert sérlega vont en ekkert sérlega gott heldur að finna nokkra millilítra af einhverju efni troða sér inn í vöðvann:/ tíu sekúndum seinna byrjaði mig að klæja og mig klæjaði í viku en mig klæjaði ekki bara því fimm mínútum eftir að kláðinn hófst byrjaði upphandleggurinn að bólgna, svo bólgnaði hann meira og endaði með því að ég var með stóra eldrauða kúlu á upphandleggnum sem litlu gati efst eins og sjúklega sýktur, viðbjóðslegur fílapensill ... á vitlausum stað:) svo fékk ég hita ... en bara í handlegginn og beinverki og öll flensueinkenni nema hósta og nefrennsli - en líklega bara vegna þess að ég er hvorki með háls né nef á olnboganum - ég ætla ekki að þiggja flensusprautuna á næsta ári eða nokkurn tímann aftur, það er miklu betra að dreifa flensunni um líkamann en að skella henni á einn líkamshluta þó það sé mögulega hentugt þegar fólk hefur ekki tíma til að verða alveg lasið frá toppi til táar?? ég hef ekki tíma svo að tæknilega séð var ég heppin:)
EN ég var að heyra að þessar sprautur virka hvort sem er bara í 25% tilfella sem þýðir að það eru 75% líkur á að ég fái flensuna í allan líkamann hvort sem er:/ samt skemmtileg lífsreynsla, alltaf gaman að svoleiðis:)

talandi um lífsreynslur þá var ég að hugsa um kaffihúsið í dag, ekki um vinnuna beint heldur fólkið sem mætti ... ég verð að segja að ég er ótrúlega fegin að þurfa ekki að eyða kvöldum í að afgreiða fólk eins og það sem ég kallaði "Elskan mín" og "Nokkuð & Co"!!!
Nokkuð & Co. eru tveir menn sem koma alltaf og panta svart kaffi, annar drekkur það svart og sterkt en hinn setur eins mikið af mjólk og sykri og kemst í bollann og bætir við mjólk eftir hvern sopa þannig að hann endar með a. tóma mjólkurkönnu (fyllt á hana ca. þrisvar í hverri heimsókn) b. haug af sykurbréfum og c. bolla fullann af volgri mjólk og sykri ... frekar ógeðslegt:/ á meðan hann er að klára sæta mjólkurbollann drekkur vinurinn sinn bolla og biður um ábót, eins oft og hann kemst upp með án þess að þurfa að borga fyrir þær (nefnilega aðeins mismunandi eftir því hver er að vinna...) þegar fríu ábótirnar klárast - ef þær gerðu það ekki myndi hann drekka nokkra lítra ... væri að vísu áhugavert að sjá hversu mikið úthald hann hefur;) sérstaklega þar sem hann reykir hraðar en nokkur annar maður sem ég hef séð... eftir að hann klárar sinn kvóta sem sagt sendir hann vin sinn til að fá ábótir sem hann drekkur fyrir hann því mjólk+sykur maðurinn finnst kaffi ógeðslegt:) en kaffidrykkjuritúal þeirra var útúrdúr... það sem fór alltaf í taugarnar á mér varðandi þá var að þessi sem drakk bara mjólk+sykur sagði aldrei neitt og lét hinn tala fyrir sig og sá sem talaði sagði aldrei neitt án þess að segja "nokkuð" á undan því sem hann bað um, aldrei!! "áttu nokkuð kaffi?" - "áttu nokkuð mjólk?" - "áttu nokkuð sykur?" - "áttu nokkuð öskubakka?"... hvers konar kaffihús á ekki kaffi, mjólk, sykur, öskubakka?.... svo borgði sá sem hataði kaffi alltaf fyrir þá báða, jamms, "Nokkuð & Co." fóru í taugarnar á mér - aðallega "Nokkuð" samt:)

svo var það "Elskan mín" ég var alltaf elskan hennar sama hvað ég var að gera, "ég ætla bara að fá kaffi, elskan mín" - þetta sagði hún þegar hún kom inn EN hún vildi ekki bara kaffi, hún vildi aldrei bara kaffi.... fyrst þegar hún kom inn fór ég bara með kaffi til hennar en ég varð að fara sirka fimmtán ferðir að borðinu hennar, fram og tilbaka, með sykurmola, fyrst hvíta svo brúna og tilbaka með hvíta (báðar tegundir verða að vera til staðar sem sagt), vatnsglas, heitt vatn því kaffið var of sterkt, volgara vatn (því kaffið var of heitt) í "stálkönnu" (varð að vera í svoleiðis til að halda hitanum??? sækó!!) öskubakka, mjólk, volga mjólk, aðeins kaldari mjólk, strásykur!!!, meira vatn, tilbaka með vatnið því hún vildi ekki klaka í það núna heldur tvær sítrónur, ekki sítrónu, meiri klaka.... KRÆST!! hún var að gera mig geðveika og það var sama hversu vel undirbúin ég var þegar ég afgreiddi hana, fór með heilan bakka af dóti til hennar þá var alltaf eitthvað að, eitthvað vantaði, einu sinni hélt ég að ég hefði náð þessu en nei, "áttu rör í vatnið, elskan mín?" ... það var ekki hægt að fara eina, tvær ferðir því hún fann alltaf uppá einhverju nýju, ferkantaðan öskubakka, ekki kringlóttan var ein af merkilegri kröfunum en alltaf, alltaf, alltaf var ég elskan hennar.... og subbulegri viðskiptavin er heldur ekki hægt að ímynda sér (og við fáum sambýlishópa í sunnudagsmat, súpur í brauði á línuna!), það varð alltaf að þrífa borðið hennar með hreinsiefni og sópa gólfið undir borðinu hennar þó hún hafi bara fengið sér kaffi ... sakna hennar ekki neitt og hún var sko ekki elskan mín!!

Góðar stundir
Valgerður var ótvíræður sigurvegari síðustu getraunar!!!

... en mér sýnist hún ekki hafa vakið neina sérstaka lukku, getraunin sko:) þannig að hér kemur ný:

hvað heita strákarnir í Friends?
Chandler, Joey og _____

hvað heita stelpurnar í Charmed?
Piper, ______ og _______

og erfiðari:
hvert er eftirnafn Charmed systranna? (vá, þarna skrifaði ég eftirnafnið ......systranna?:) auli:)
hvert er eftirnafn bræðranna í The Goonies?
hvert er eftirnafn nornasystranna (nornaættarinnar) í Practical Magic?

Góðar stundir

sunnudagur, október 24, 2004

Af tilefni sunnudagsins ætla ég að hafa getraun hérna og af vegna þess að ég er að "læra íslensku" þá verður hún um íslenskt mál:) þessi getraun er að vísu stolin, orðin eru úr þættinum Orð skulu standa sem Karl Th. Birgisson er með á laugardögum... hann á sem sagt allan heiðurinn en ég er að stela til að auglýsa þennan þátt, ég er sem sagt ekki vond inn að beini:)

Fyrst þrjú orð sem þið eigið að giska á hvað þýða:
brækta
alsla
búkonuhalli

svo eigið þið að finna orð sem getur þýtt allt þrennt:
óskertur
liðinn
fullkominn

og

páfabréf
áflogahundur
stór, ólögulegur skór

við erum alltaf að nota orðatiltæki sem við hugsanlega vitum ekki alveg hvað þýða, hérna er dæmi um það, hvað þýða feitletruðu orðin í eftirfarandi:

að vera heitt í hamsi
og
að fara í humátt eftir einhverjum/einhverju

jamms, það þýðir heldur ekki að googla þetta ef þið ætlið að þykjast vera klár, það skilar bara eitt niðurstöðu en til að vinna verðið þið að geta eitthvað annað en það orð:)

... sjálf gat ég bara uppá einu þegar ég var að hlusta á þáttinn en hafði óljósa hugmynd um nokkur í viðbót þannig að það þarf að finna svör við tveimur atriðum (það sem skilar googlaðri niðurstöðu telst ekki með sem stig) til að vinna, svör óskast í kommentakerfið:)

Góðar stundir

föstudagur, október 22, 2004

Þið megið öll bjóða mig velkomna á 21. öldina:)

ég sit núna á kaffistofunni í Odda og er að blogga á nýju tölvunni minni í gegnum þráðlaust net!!! Það er ekki einn einasti vír sjáanlegur, ég er tengd við alnetið og tölvan er algerlega hljóðlaus... ég er líka búin að skíra hana:) hún heitir "Coffee- Black" .... asnalegt nafn nema þú þekkir vísunina, hún er ekki svört;)

það eru allir með lapptoppa hérna þannig að mér finnst ég ekkert sérstaklega mikið nörd en ég er samt að hugsa um að segja þetta gott - vildi bara láta vita af því að ég er formlega orðin meðlimur 21. aldarinnar:) ... tókst að vísu ekki sjálf því ég veit hvað orðin í "proxy server" þýðir en ég hef ekki hugmynd um hvað þau "þýða" ... takk kærlega fyrir að hjálpa mér Pétur;)

farin á fyrirlestur, enda háskólanemi.... hmmm ... jamms, ég borgði skólagjöldin;)

góðar stundir

miðvikudagur, október 20, 2004

í gærkvöldi lærði ég að spila Nepalskt fjárhættuspil:) ég hélt að ég væri að fara að spila með ókunnugu fólki en svo komst ég að því að ég þekkti alla við borðið:) verulega lítill heimur;) mér fannst rosalega gaman og er alveg til í að spila þetta aftur en ég var ekki sérlega heppin... tapaði ÖLLU sem ég kom með og varð að skipta hjá "bankanum" EN það er alltaf sagt að ef fólk er óheppið í spilum eigi það eftir að vera heppið í ástum... miðað við gang kvöldsins bjóst ég við því að lenda á hörkuséns á leiðinni heim sem gekk að vísu ekki eftir EN ég hitti og spjallaði við þrjá af fjórum meðlimum verulega góðrar íslenskrar rokk hljómsveitar sem er að fara að halda tónleika á föstudaginn:) ... ég er feitt að fara á þessa tónleika:) ... en ég er samt ekkert skotin í þessum gaurum... bara svona til að hafa það á hreinu;) hefði nefnilega mátt misskiljast ... whatever... ætli ég sé ekki bara að blogga því það er svo langt síðan? frekar en að ég hafi eitthvað að segja sem ég man í augnablikinu? ég er bara að reyna að koma mér í gírinn aftur:) þar sem ég er komin með snilldartölvu heim til mín og þannig...;) ég fer að verða virkari:)

úr Morgunblaðinu 1. september 1952:
Saga úr dýraríkinu:

Litla margfætlan kom grátandi heim.
- Mamma, það steig vondur maður ofan á fæturna.
- Svona litli vinur, vertu ekki að gráta, þetta er ekki svo voðalegt. Nú skulum við nudda löppina úr einhverju græðandi salvi, og þá verður allt gott aftur. Hvaða fótur var það, barnið mitt?
- Ég veit það ekki, mamma, þú veist að ég kann bar aað telja upp að 10.

Góðar stundir

þriðjudagur, október 05, 2004

Góða kvöldið:)

orðið frekar langt síðan ég bloggaði síðast, næstum því tvær vikur... og meira en nóg hefur verið að gerast til að blogga um en það hefur svo mikið verið að gerast að ég hef ekki haft tíma til þess:) atburðirnir hafa verið misblogghæfir - það sem er merkilegt fyrir mér er ekki endilega merkilegt fyrir aðra og sumt kemur fólki einfaldlega ekki við:)

helgina eftir að ég bloggaði síðast var brotist inn í bílinn minn á Hallgrímskirkjuplaninu, rúða brotin og dóti stolið - ég þoli ekki fólk stundum!! ég færði bílinn niður á Freyjugötuna á sunnudagskvöldinu og á mánudagsmorgninum var ég að þrífa glerbrotin úr honum þegar mér fór að finnast einhver vera að horfa á mig... þegar ég lít í kringum mig voru tveir gamlir menn að horfa á mig útum stofugluggann sinn á annarri hæð svo ég brosi og vinka en þeir hrista höfuðuð, alveg samtaka með sama ólundarsvipnum eins og þeir hafi verið að æfa sig fyrir framan spegilinn ... ok:) þeir halda áfram að glápa og annar þeirra kallar að hann ætli að hringja á lögguna! ég þykist ekki heyra hvað hann var að segja, brosi og yppti öxlum þannig að kortéri seinna er hann kominn útá stéttina - þó hann hafi ábyggilega haldið rakleiðis út þegar hann sá að ég heyrði ekki í honum því hann var á inniskóm og ekki "alveg" klæddur, hann var í fötum jú, en ekki klæddur samt... ég ætla ekkert nánar útí hvað hann hafði greinilega fengið sér að borða ... á nærbolnum:)
"við ætlum að hringja á lögguna!!" sagði hann og benti á mig og upp í stofugluggann sinn þar sem félaginn sat og hristi höfuðið einn og fullur vandlætingar.
"afhverju ætlið þið að hringja á lögguna?" spurði ég, ekki alveg viss hvað hann var að fara.
"það má ekki bara taka dót úr bílnum svona!!" sagði maðurinn og benti á mig og gangstéttina þar sem bílaþrifefnin, svampar og tuskur sátu í poka og fatan, sem efnin etc. áttu heima í áður, núna full af glerbrotum, lá...
"ég á bílinn," segi ég og brosi, "það var brotist inn í hann og ég er bara að taka stærstu glerbrotin saman..."
"átt ÞÚ bílinn!!!!" frussaði hann.
"já, ....."
"þú mátt ekki leggja hérna!!!" segir hann eins og ég hefði lagt bílnum ofaná verðlaunaða rósarunna sem ég hafði að sjálfsögðu ekki gert, ég var í fullkomlega löglegu bílastæði í almenningseign, ekki fyrir einum eða neinum.
"nú? ég...."
"ÞÚ mátt EKKI leggja hérna" greip maðurinn frammí fyrir mér og var orðinn rauður í framan og benti upp og niður götuna.
"auðvitað má ég leggja hérna, stæðið er ómerkt, ég er ekki fyrir neinum og ég á heima í hverfinu" náði ég að segja því hann var líklega að ná andanum og æsa sig upp í almennilegar svívirðingar.
"BÍLLINN ER FYRIR!!!" æpti hann og benti upp í loftið og niður á stéttina.
"ég veit að hann er langur en ég sé ekki að hann sé fyrir...." byrjaði ég að segja en hann greip aftur frammí fyrir mér.
"mér er ANNNSSSKOTANS SAMA, þessi HELVÍTIS BÍLL ER SSSMMMÁN!!!" orgaði maðurinn og benti í allar áttir samstundis!
Ég var farin að hafa áhyggjur af manngreyinu, hann var gamall og hann var fjólublár og æðarnar í enninu á honum voru orðnar á stærð við eftirsóknarverða veiðiorma sem laxveiðimenn skríða á hnjánum til að finna í kirkjugörðum um miðja nótt í rigningu. Ég var óttaðist að þessi nágranni minn myndi enda í kirkjugarðinum sjálfur miðað við hvað hann var orðinn æstur. Það er hægt að segja margt um bílinn minn en hann er ekki smán... ekki í neinum skilningi, glampandi hreinn, nýbónaður, óryðgaður að vísu með brotna rúðu en það var ekki mér að kenna og tímabundið, ákaflega tímabundið:) Ég gat ekki séð að það væri neitt skammarlegt við bílinn, engin hneisa eða vansæmd að hafa hann í götunni miðað við marga aðra bíla sem er lagt sitthvoru megin við bílinn minn á hverju kvöldi, en þessi maður var greinilega ósammála mér. Maðurinn var augljóslega ósáttur við stærð bílsins en það eru þó nokkrir breyttir "fjallajeppar" sem eiga "heima" í Freyjugötunni, ekkert minni en pallbíllinn minn, og ég ákvað að benta manninum á þá staðreynd.
"það eru margir jeppar hérna í götunni...." byrjaði ég en fékk ekki að halda áfram.
"ÞETTA er EKKI jeppi!! þetta er AMERÍSKT!!" hnussaði maðurinn og benti á bílinn minn með báðum höndum.
Þannig að það var ekki bíllinn heldur uppruni hans sem fór fyrir brjóstið á honum, lítið hægt að gera í því hugsaði ég og ætlaði að halda áfram að týna glerbrotin úr sætunum.
"þetta er ekki fjölskyldubíll... ÞÚ mátt EKKI LEGGJA HÉRNA!!!" sagði hann og potaði í mig því ég var greinilega ekki að veita honum næga athygli. Ég var búin að fá nóg af honum og þrátt fyrir eindæma þolinmæði var ég orðin pirruð. Bíllinn minn var of stór vegna þess að ég á ekki fjölskyldu og hann var fyrir því hann var bandarískur!! Ef ég ætti jafnstóran en breyttan japanskan jeppa og fjölskyldu hefði ég ábyggilega mátt leggja í garðinum hans en ég má ekki leggja bandarískum bíl, fjölskyldulaus í almenningsstæði. Maðurinn var samt of gamall og of geggjaður til að ég nennti að æsa mig þannig að ég sagði einfaldlega:
"bíllinn verður farinn eftir hádegið, ég er að fara með hann á verkstæði"
"ÞÚ mátt EKKI LEGGJA HÉRNA!!" gólaði hann aftur og benti.
"bíllinn er að fara á verkstæði, það er búið að brjótast inn í hann, ég hef orðið fyrir umtalsverðu tjóni og mér dettur ekki í hug að legga bílnum mínum aftur í þessu glæpahverfi" sagði ég eins rólega og ég gat og reyndi að horfa í augun á manninum ... það gekk samt ekki því annað augað var að horfa bílinn minn, hitt á bílinn við hliðina og skyndilega mundi ég eftir skraddaranum úr einhverri norrænni barnabók sem var orðinn rangeygur eftir að hafa horft á eftir nálinni með öðru auganu en á efnið með hinu alla ævi. Maðurinn og skraddarinn voru meira að segja svipað klæddir:) en ég fór ekki að hlæja heldur lét mér nægja að horfa á nefið á manninum, en það var jafn "merkilegt" og maðurinn í heild... ég bjóst við að ég hefði gengið of langt með því að segja að glæpahverfi en hann hætti að benda og sagði ekki neitt, heillengi.
"þú mátt ekki vera með bílinn hérna" sagði hann og snéri sér við. Ég vonaði að hann myndi fara heim til sín en hann labbaði aðeins nokkur skref og snéri sér aftur við til að horfa á mig vinna. Fínt, verði honum að því, hugsaði ég og hélt áfram.
Það var búið að hleypa lofti úr dekkjunum og til að geta keyrt hann burtu varð ég að bæta í þau. Ég var með pumpu sem gengur fyrir 5 voltum (bíla-kveikjara-straumur) og pumpar í dekkin, einstaklega flott tæki en býr til hávaða á meðan það pumpar. Um leið og ég setti það í gang byrjaði maðurinn aftur:
"þú mátt ekki vera með þennan hávaða! Hvað ertu AÐ GERA!! ÞÚ MÁTT EKKI VERA MEÐ ÞENNAN HÁVAÐA!!!" kallaði hann og ég er ekki frá því að fingurnir á honum hafi lengst því hann benti svo ákaft á mig og bílinn og stéttina og himininn og bílinn við hliðina og öll húsin í hverfinu.
"viltu...."
"ÞESSI HÁVAÐI ER ÓÁSÆTTANLEGUR!!!!" æpti hann. Ég veit ekki hvar maðurinn var í allt sumar þegar verið var að gera við allar stéttirnar og það voru gröfur og vörubílar og ég veit ekki hvað allan liðlangan daginn að framleiða tíu sinnum meiri hávaða en litla tækið mitt gaf frá sér. En ég var auðvitað fjölskyldulaus stelpa að búa hávaðan til...
"ég þarf að dæla lofti í dekkin til að geta flutt bílinn," sagði ég, "þú vilt það er það ekki? að bíllinn fari eitthvað annað?"

... ótrúlega pirrandi maður sem hélt áfram að horfa á mig og skammast í mér og röfla og hóta að kalla á lögguna því ég var að setja glerbrot á gangstéttina (nei, ég var með fötu og fór varlega...) þetta er lengri saga en þó orðin nægilega löng, þið getið ímyndað ykkur framhaldið ef ég segi að ég var í tvo tíma að vinna hálftíma vinnu og var næstum búin að troða manninum ofan í fötuna mína... en ég gerði það ekki, ég benti ekki einu sinni og það krafðist viljastyrks!! Þið vitið hvernig það er þegar þið eruð að tala við einhvern og viðmælandi ykkar er með einhver kæk eða talar með hreim, ég sjálf fer alltaf að herma eftir:) en ég benti ekki á manninn ...

ég komst að svolitlu í dag varðandi íslenskt mál, ég spái aldrei í neinu en ég á ekki að spá í neitt, þið eigið að spá í það, þið eigið ekki að spá í því:) merkilegt:)