og það er sól!!! OG ég er í fríi!!!! það hlýtur að vera blátt tungl í kvöld:)
21. júní er mjög merkilegur dagur á hverju ári vegna þess að:
- SARA AFMÆLI:) Innilega til hamingju með daginn litla stelpa:)
- það eru sumarsólstöður og verandi heiðin fíla ég þær í ræmur þó að ég geri aldrei neitt brjálæðislega merkilegt, velt mér ekki nakin í dögginni á Jónsmessu heldur, ég bara fíla sólstöðurnar, einhver svona Stonehenge fílingur við það eða eitthvað, brings out the naked-dancing-in-the-moon-person sem er í okkur öllum.... eða ekki auðvitað:) ég held að maður fái ekki meira innsæi við það, ég held að ég muni ekki fá sterkari tengsl við minn innri mann/barn (eftir því hvaða bók þú ert að lesa):) við að dansa nakin við fullt tungl... satt að segja held ég að ég myndi bara fá kvef:) now isn't that romantic and spiritual and in touch with nature, yourself and the universe?:)
og í dag eru líka rosalega margir að útskrifast úr háskólanum eins og til dæmis Bryndís:) hún bauð mér og öllum sem lesa bloggið hennar í veisluna í kvöld (ég fékk samt líka sms ligga ligga lái) og hamingjuóskir með daginn og áfangann til hennar:)
Íris var líka að bjóða mér með á magadanskeppni á Hótel Íslandi... held ég:) ég ætlaði að vinna þannig að ég slyppi við að vakna snemma á morgun en ég er að hugsa um að láta mig bara hafa það og horfa á þessar stelpur dilla mjöðmunum og spenna kviðvöðvanna áður en ég fer í útskriftarveisluna? MIKLU skemmtilegra að gera það á laugardagskvöldi en að skúra einhvern veitingastað út í rassgati:)
hvað ég þoli ekki að skúra!!!! samt held ég að "umönnun" sé verra starf... með fullri virðingu fyrir öllum sem vinna við það!! ég held bara að ég myndi ekki geta það:) það er gaman að vinna í fiskbúð, oftast... ég veit ekki undir hvaða steini sumt fólk býr!? í gær lokuðum við klukkan sex eins og venjulega á föstudögum og vegna þess að ég var þjónn á milli þess sem ég var að þrífa búðina með yfirmanninum vorum við soldið sein í því (alltaf að skipta um vinnuföt þegar ég labbaði milli herbergja og þannig, gengur ekki að vera í slorgallanum þegar maður er að mæla við víni og aðalréttum:)). Það kom kona inn klukkan kortér í sjö þegar ég var búin að ganga frá öllum réttunum og það var ekkert eftir í fiskborðinu nema ísinn... hún labbar inn í búðina, virðist ekki taka eftir því að það er ALLT tómt, og segir: "áttu ekkert til að grilla?" sá hún ekki að það var ekki einu sinni til neitt til að sjóða? ofaní köttinn?:) viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér og þannig.... svo að ég segi: "jú, ég á lax og lúðu ef þú vilt" - "áttu ekkert tilbúið á spjóti?" - "errrrr, jú, ég á þrjá pinna en ég er búin að pakka þeim...." - "er það nóg fyrir þrjá fullorðna og þrjú börn?"!!!!! .... ok, til að þrjú spjót væru nóg fyrir sex í aðalrétt yrðu þau að vera á stærð við baguette.... þessi voru það ekki, greinilega, þó að ég hafi bara sýnt henni pakkann.... "varla" segi ég. "Ég ætla samt að fá þau og áttu ekki eitthvað sem ég get grillað með því?" - "auðvitað (fíblið þitt!!!!), ég á lax (inní kæli, undir plasti, neðst í bakkanum, undir öðrum), augnablik (ég verð enga stund að ná í eitthvað beitt sem meiðir!!!)" ég var ekkert að flýta mér að grafa eftir fisknum.... viðskiptavinurinn á skilið að fá þjónustu en fyrr skal ég dauð liggja en að einhver kelling fái skjóta afgreiðlsu 45 mínútum eftir að við lokum.... þegar ég kem til baka með laxinn segir hún: " rosalega er tómt borðið hjá ykkur" duuhhh, hún hafði að vísu fengið nokkrar mínútur til að melta það að það var EKKERT í borðinu "já, við lokum klukkan sex" - "en klukkan er kortér í sjö?" - "errrr, já, það tekur auðvitað tíma að ganga frá og þannig" - "en ég heppin!"!!!!! - hún var það, það munaði engu að ég hefði "misst" hnífinn yfir afgreiðsluborðið samt er ég rólyndismanneskja - held ég:)
Anívei, lots to do, frídagarnir eru stuttir og ef maður drífur sig ekki af stað klárast þeir á meðan maður er að skipuleggja þá:)
laugardagur, júní 21, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli