mánudagur, júní 09, 2003

jújú - þá er maður komin aftur á netið!!

varð að taka það úr sambandi hérna um daginn vegna þess að ég hafði engan tíma fyrir það en það kom samt ekki í veg fyrir að ég tengdist því og vafraði um heillengi... engin sjálfstjórn sem sagt þannig að ég varð að taka módemið úr sambandi og fela það -fyrir sjálfri mér!!! sumt fólk á ekki að fá að ganga sjálfala er það nokkuð?:)

ég hef ekki svo mikinn tíma í þetta núna heldur, þó að ég hafi klárað verkefnið sem ég var að vinna að áðan, ég er alltaf að ýta öllu á undan mér þangað ég neyðist til að vaka heilu nætunar til að klára það sem verður að gera... eins og til dæmis afmælið mitt... ég er með stórkostleg plön fyrir það þetta sumar (ég ætlaði líka að vera grand á því í fyrra á kvartaldarafmælinu en...) en ég sé samt fram á að vera ósofin og rugluð í veislunni sjálfri því ég hef þurft að klára allt á síðustu stundu:) EN ég er búin að segja upp í vinnunni... rosalega gott en samt solið hræðilegt að sjá fram á að vera bara í einni vinnu næsta vetur, einn tíma á dag - fíla mig eins og ég muni verða atvinnulaus;) hehehehe síðasti vinnudagurinn verður að öllum líkindum föstudagurinn 20. ágúst, viku fyrir afmælið mitt þannig að þetta ætti að reddast:)

Gunnar og Debby og Stanko og Laufey eru í Portoros (veit ekki alveg hvernig þetta er skrifað....?) Júgóslavíu þannig að "þegar" þau lesa þetta: Vonandi hafið þið það sem allra best!!! og ég býst við myndum! til hvers eruð þið með Matrix síma ef maður fær engar myndir sendar???


.... ok, netið er komið í samband en núna verð ég að fara að skipta um öryggi í bílnum mínum - kannski þvo hann líka?:) svo að löggan láti mig í friði... afhverju stoppar löggan mann aldrei þegar allt er í lagi með bílinn og maður er að keyra eins og maður! þá er þeim alveg sama!!!

Engin ummæli: