Fjórar vaktir eftir svo sumarfrí. Ég tel þessa vakt sem ég er að vinna ekki með því ég er meira en hálfnuð með hana. Ég ætla ekki að vinna annars staðar í þessu sumarfríi og ég fer til útlanda og ætla í útilegur, þetta verður bara snilld :)
Lillibó skipti um olíusíu og olíu á hjólinu mínu í gær ... ég vildi að ég gæti sagt að ég hafi gert eitthvað sjálf en ég aðallega fylgdist bara með og hélt uppi samræðum. Ok, ég talaði og hann hlustaði, held ég ;) kannski hlustaði hann ekki neitt en ég talaði heilan helling og fylgdist með auðvitað þannig að ég geti gert eitthvað af þessu sjálf á næsta ári ... eða vitað betur hvað hann er að gera þegar hann gerir þetta á næsta ári, aftur :)
Annars er ekki sérlega gott að vera bara notandi á öllum sviðum. Ég nota rafmagn en hef ekki hundsvit á því hvernig það virkar, sama með pípulagnir, ég vil bara að vatnið komi og fari eins og mér hentar og fari þangað sem það á að fara. Hugsa að flestir séu þannig að vísu, við göngum bara að rafmagni og vatni sem gefnu í okkar samfélagi. Ég keyri bílinn minn og mótorhjólið og veit nokkurn vegin hvað er í gangi en samt ekki ... ekki ef ég ætti að útskýra það í einhverjum smáatriðum eða gera við eitthvað sem er ekki nánast algerlega idjótprúff (kælivatn, olía, rúðupiss til dæmis).
Tölvan ... dæs.
Ég þarf kannski að kaupa mér nýja svoleiðis því mín er alltaf að "blue screena" - physical memory dump eitthvað etc. Mér finnst ekkert gaman að vera tölvulaus en mér finnst tölvuvesen enn leiðinlegra. Tölvuvesen er í mínum huga eins og tannvesen og skattaskýrslan. Sem betur fer gerir skásystir mín alltaf skattaskýrsluna mína þannig að ég get sleppt því að hugsa um hana, takk Sara ;) og tannlæknirinn minn er frændi minn og sérfræðingur í barnatannlækningum, hann er svo ljúfur að pabbi sofnaði einu sinni í rótarfyllingu hjá honum - það versta við að fara til hans er að hlusta á það sem er að gerast ;) en tölvur ... dæs.
Og það sem ég kann ekki eða vil ekki lendir alltaf neðst á to-do listanum hjá mér, ég verð að fara að gera eitthvað í þessu. Vildi samt óska að það væri hægt að kaupa tölvur sem bara virkuðu, endalaust. Það væri hægt að fara á netið, sama hvað þú ert mikill illi þá er netið bara í tölvunni og þú þarf bara að ýta á OK eða Yes og tölvan er tengd. Það væri hægt að vera í ritvinnslu og skrifa skjöl sem hægt væri að senda og skoða í öðrum tölvum, hægt að horfa á DVD myndir og skoða ljósmyndir án þess að sækja sér kaffibolla í hvert sinn sem tölvan opnar nýja mynd ... vinnsluhraði? innra minni? hvað sem það heitir, bara að það virki :)
Afhverju er ekki bara búin til tölva sem getur orðið "klassísk", með öllu sem venjulegur notandi þarf á að halda, ekkert fansí, ekkert brothætt eða flókin, ekki uppfærð eða tjúnuð eða með aukahlutum sem 95% notenda notar hvort sem er ekki neitt. Eins og Ural mótorhjólin, þau eru klassísk, þau virka, komast frá A til B og það er hægt að gera við þau með kúbeini, WD40 og teipi.
Mig langar í Ural tölvu.
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Þetta fer allt eftir því hvað þú vilt gera í tölvunni....viltu fara á netið...viltu geta spilað tölvuleiki....viltu vinna með ljósmyndir....nægir þér að nota opinn hugbúnað eða þarftu að hafa office...bara nokkrar af spurningunum sem er nauðsynlegt að svara:oD en aðalspurningin er samt - hvernig viltu að hún líti út??????
Valgerður
Ég er með Ural tölvu handa þér :)
Farðu hérna og dl wubi
http://wubi-installer.org/
og njóttu KDE með því að setja inn Kubuntu (það er blátt :)
http://www.kde.org/screenshots/
ef þig langar virkilega til að prufa þetta þá er góð leiðsögn um wubi hér
http://www.howtoforge.com/wubi_ubuntu_on_windows
þetta er ekkert mál og það sakar ekkert að prufa, er það?
Gummi
Mig langar ekki til að svara spurningum og Gummi ... þú ert að tala kínversku!
... nákvæmlega þetta þoli ég ekki við tölvur ;)
haha ok :)
Gummi
Hvað má tölvan kosta? Dell var með litaðar fartölvur, og kannski er hægt að fá Ninja-græna tölvu. Þá ertu allavega komin með tengingu við hjól líka...
Skrifa ummæli