föstudagur, maí 07, 2010

Ég fór í leikhús í gærkvöldi og það var alger snilld, ég hló eiginlega allan tímann og ég get ekki annað en mælt með sýningunni. Ef þið komið því við ættuð þið endilega að kíkja á Gerplu í Þjóðleikhúsinu :)



Sýningin var ekki bara fyndin heldur líka rosalega "gáfuleg" ... búningarnir voru einfaldir en voru um leið fjölbreyttir, allir eins í grunninn þannig að allir gátu verið allt bara með því að setja á sig belti eða vesti eða grímu eða sjal. Búningarnir voru sumsé aukahlutirnir ekki alklæðnaður. Sviðsmyndin var einföld en notuð í allt ... strönd Noregs, ó hvað ég hló :) Já, ef þið komist, farið að sjá Gerplu :)

Næst er það Íslandsklukkan á laugardaginn - Halldór Laxness vika hjá okkur :D

og svo auðvitað Amadou og Mariam næsta miðvikudag, sem minnir mig á það að ég er með einn auka miða á tónleikana ef einhver vill kaupa hann af mér? Ég er handviss um að tónleikarnir verði alveg frábærir og eftir 10 ár verður kominn hópur á Facebook "Ég sá Amadou og Mariam á Listahátíð 2010" ;) ef þið hafið áhuga á að kíkja til Afríku eina kvöldstund verið endilega í bandi!

Góðar stundir

Engin ummæli: