miðvikudagur, maí 05, 2010

Jæja, þá er komið að mánaðarlegu færslunni minni ... nah, ég blogga ekki svo sjaldan? næstum jú, en ekki alveg ;)

Mótorhjólið er komið á götuna og ég er afskaplega ánægð með það, fór í ferð með vinkonu minni í gærmorgun í glampandi sólskini og bongóblíðu. Krýsuvíkurleiðina framhjá Kleifarvatni, Suðurstrandarveginn að Strandakirkju (þar sem við sáum seli!!), á leiðinni til Þorlákshafnar var frábært útsýni yfir á eldgosið. Útsýnið þaðan var líklega betra en nær gosinu því við sáum það rísa uppúr skýjabakka ... ótrúlega flott ;)

Svo var auðvitað komið við í Litlu kaffistofunni á leiðinni heim eftir einn hring um Þorlákshöfn (rosalega eru margar lyktir í þeim bæ!) ;)

Eftir þrjár vikur fer ég í sumarfrí og ég er ekki að fara að vinna annars staðar. Ég verð í fríi í heilan mánuð, verð úti í tvær vikur af þeim tíma og tvær vikur að dóla mér innanlands ... þegar ég kem heim á ég einmitt viku eftir af fríinu og ég er að hugsa um að leggjast út, bókstaflega :)

Sjáum til og kannski set ég inn myndir á eftir af ferðinni í gær, ef þær heppnuðust ...


Lifið heil

Engin ummæli: