miðvikudagur, mars 18, 2009

Mætt á aukavakt, var í fríi í gær og náði upp smá svefni með því að sofa næstum til hádegis :) afskaplega ljúfur dagur, svaf lengi, fór út með hundinn, fór í kaffi, skrifaði bréf og fór svo með hundinn í hundaleikskólann þar sem hann var eins og engill í sjéfferbúningi - annað en í síðustu viku þegar hann bara nennti þessu alls ekki og vildi miklu frekar leika við hina hundana en að spá eitthvað í að læra að leita ;)

Síðasta törn var biluð, hvað er fólk að vesenast þessa vitleysu um miðjan mars? svo fór ég líka seint að sofa nánast á hverju kvöldi þannig að ég var líka þreytt á hverjum einasta morgni ... en það var alltaf þess virði :) fór til dæmis á gagnfræðaskóla reunion og hitti fullt af fólki sem ég hef ekki hitt lengi, lengi og næst ætla ég að ákveða mun fyrr að ég ætli að fara og jafnvel redda mér fríi daginn eftir svo ég þurfi ekki að fara heim jafnsnemma ;)

... og nei, þetta er ekki ellimerki að fara heim að sofa í staðinn fyrir að mæta ósofin daginn eftir í vinnuna, það er af mannúðarástæðum sem ég mæti ekki ósofin í þessa vinnu ;)

Lifið heil

2 ummæli:

theddag sagði...

Þetta er aldurinn ;) Sjáðu bara
http://mbl.is/mm/folk/frettir/2009/03/17/andlega_hrornunin_byrjar_vid_27_ara_aldur/?ref=fpverold

theddag sagði...

Rosalega ertu annars dugleg að blogga. Ég þarf að taka þig til fyrirmyndar, ég er alveg dottin úr þessu eftir að ég fór að hanga svona mikið á feisinu. Kannski verður bót þarna á þegar ég kemst í sumarfrí - kannski markmið í sjálfu sér ;)