miðvikudagur, mars 11, 2009

Þá er mánudagur hjá mér :) ekki alvöru mánudagur heldur var ný vaktatörn að byrja, morgunvaktir næstu sex daga og í dag er ég þreytt ... afskaplega sybbin og búin að lofa mér að fara að sofa klukkan níu í kvöld til að vera ögn ferskari í fyrramálið ;)

... hvort það gengur eftir kemur í ljós en stefnan er huggun í bili :)


Svo eru brandarar líka góð hugmynd við syfju:

Siggi, pabbi vinar míns, sá sumarbústað auglýstan til sölu og sá sem veitti upplýsingar í síma sagði að þetta væri ágætis bústaður. Málið vandaðist hins vegar þegar Siggi spurði hvort það væri verönd við bústaðinn.
-Verönd, hvað er það?
Það er svona pallur þar sem maður getur setið úti og borðað.
-Nei, það er ekkert svoleiðis.
En salernisaðstaða?
-Það er fínasti kamar rétt hjá.
En ekkert klósett inni?
-Nei.
Þá heyrðist húsfreyjan spyrja í bakgrunni hver væri í símanum.
-Æ, þetta er einhver kall að sunnan sem vill éta úti en kúka inni.


Góðar stundir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

lart mikid