mánudagur, mars 09, 2009

Eitt af því besta við að eiga hund er að þú fattar að veðrið er aldrei eins slæmt þegar þú ert lögð af stað og það virðist vera áður en þú ferð út :) þegar þú VERÐUR ekki að fara út að ganga í klukkutíma sama hvernig viðrar gefurðu veðri alltof lítinn séns, finnst mér - eða kannski er það bara ég? kuldaskræfan og innipúkinn? :)

annars er ég eiginlega hætt að vera kuldaskræfa og innipúki ... og eftir síðasta sumar þá er mér nokk sama um rigningu líka, þó mér finnist hún ekki beint góð, alltaf, þá er ekkert að henni ;) samt var frekar mikið rok áðan, mér var ekkert kalt nema bara á þeim hlutum andlitsins sem ég varð að hafa útúr til að komast leiðar minnar ... var einmitt að velta því fyrir mér þegar ég var úti við Gróttu og gekk eins og ég væri að ýta bíl til að komast áfram í rokinu hvort fólk myndi ekki skilja mig ef ég færi í göngutúra í +10 metrum á sekúndu með hjálm? Hjálmur myndi fullkomna kósí cocoon-fílinginn en það myndu kannski ekki allir skilja það? svo gæti líka verið að hjálmur taki á sig meiri vind en húfan þannig að hálsinn þarf að hafa meira fyrir að halda höfðinu uppi? kannski kaupi ég mér bara skíðagleraugu? :)

ég sló ekki vinnumet í síðustu viku, metið er 93 tímar minnir mig (þá mínus skólavinna), ég náði 84 tímum en afþakkaði eina aukanæturvakt og skellti mér í tvö partý í staðinn á laugardagskvöldinu, byrjaði hjá HAG félaginu og endaði í konudagspartý hjá fyrrum Júgóslövum - fékk að heyra það nokkrum sinnum um kvöldið að núna væri ég útlendingurinn ;) ég skemmti mér afskaplega vel, dansaði við lifandi ethnótónlist í nokkra klukkutíma, hlustaði á júgóslavnesku heilt kvöld og fékk pakka og rós því ég er kona ;) fyndið að fara til annars lands eina og eina kvöldstund án þess að fara til útlanda, mig langar aftur :)

Ég byrjaði á að segja hvað það er gott að eiga hund en það er líka afskaplega ljúft að eiga kött og þegar loðkúturinn fer að mala þá skiptir mig engu máli hvernig veðrið er, mig langar ekkert út ;)

Góðar stundir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst svo gott að fara út að labba í grenjandi rigningu og láta allar hugsanir og áhyggjur rigna burt....mér finnst samt óþægilegt að vera á leiðinni í vinnuna í mikilli rigningu.
Mér finnst hugmyndin um skíðagleraugu sniðug í rokinu
kv, Valgerður