fimmtudagur, mars 05, 2009

Ég slæ kannski vinnumet þessa vikuna, fimmtudagur og þegar ég fer heim í kvöld verð ég búin að vinna 64 klukkutíma í þessari viku ... og hún er ekki búin :)

En í morgun var ég að hlusta á FM 95.7 í bílnum ... fyrir einhvern misskilning en það reyndist hin besta skemmtun. Ég hló og hló og hló og hló :)

Það var einhver spurningarkeppni í gangi, með einföldum spurningum sem "geta þó snúist fyrir sumum" samkvæmt spyrlinum.

Spurning eitt:
Hvert er eftirnafn sænsku tennishetjunnar Björn sem vann Wimbeldon fimm sinnum?
Þetta gat þriðji keppandinn loksins en gisk hinna voru skemmtileg, Blomkvist og Larson og stelpan lýsti hetjunni sem manni "sem var alltaf með sídd í hárinu" :)

Næsta spurning:
Hvaða stóra eyja er útifyrir austurströnd Afríku og hefur meðal annars verið gerðar teiknimyndir um hana?
Gaurinn sem gat Björn Borg fékk að svara aftur og það varð að segja honum fyrsta stafinn í nafninu og að teiknimyndin hefði verið um dýralíf en þá gat hann auðvitað Madagaskar með þeim orðum að hann hefði verið rosalega tæpur þarna - ehhh, já, útvarpsstrákurinn var búinn að segja "mmmmaaaa" og "mmmmaaaaddddd" nokkrum sinnum ;)

Þriðja spurningin var langbest, útskýringin á henni alla vegana:°
Hvað var viðkvæmasti líkamshluti Akkilesar?
Innhringjandinn svaraði "táin á honum" en spyrillinn leiðrétti hann með því að segja hællinn og stákurinn breytti svarinu strax. Útvarpsmaðurinn sem var ekki að spyrja hló því sá sem spurði hafði sagt honum svarið og þá spyr stelpan í útvarpinu hvort þeir vissu söguna á bakvið hælinn? Jújú, þeir héldu það nú!

Það er sko alltaf talað um að ef þú ert veikur í einhverju þá er það þinn Akkilesarhæll. Spyrillinn mundi ekki hvaða skrímsli það var sem Akkiles var að berjast við en það brotnaði á honum ökklinn í átökunum og það varð hans bani ... jahá! Svo bætti þessi mannvitsbrekka því við að Herkúles hefði ekki haft neinn Akkilesarhæl og að hann hefði komið á eftir Akkiles :)

En þetta var ekki búið þó ég hafi verið fegin því að vera komin á áfangastað til að geta stoppað bílinn ég hló svo mikið. Það voru tvær spurningar í viðbót en ég held að þessi Akkilesarumræða hafi verið eitt það fyndnasta sem ég hef heyrt í útvarpi lengi :)

... kannski var þetta bara svefngalsi? en hrikalega fannst mér þetta fyndið og varð að deila því með ykkur :)

Lifið heil og hlæið á hverjum degi ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hefði líka hlegið :-D
Akkilesarökklinn!

- Hver er þinn veikasti punktur?
- Ja, það myndu vera hnén.
- Já svo þú ert með Akkilesarhné?

VallaÓsk sagði...

Ég hló af þessu bara við að lesa!
Í dag er ég með Akkilesarháls og nef...er að farast úr kvefi! hahahaha