Rosalega er ég fegin að það eru allir búnir að gleyma þessu aldamótarugli – ekki bara hræðslan við Y2K (kom það einhvern tímann fram?) heldur líka allt talið um hvenær aldamótin væru nákvæmlega, áramótin 1999/2000 eða 2000/2001 ... aldamótin mín voru 1999/2000 af þeirri einföldu ástæðu að fólk fæðist ekki eins árs, nuff said ...
voruð þið búin að sjá þetta?
annars gengur lífið sinn vanagang mín megin þrátt fyrir umbyltingar í samfélaginu, þarf að mæta í vinnuna (og líka smá í aukavinnu líka), fara út með hundinn, knúsa köttinn, sofa nóg svo ég verði ekki lasin og þannig ... svo var ég að heyra í hljómsveit sem heitir Disturbed, mér finnst hún góð :)
Góðar stundir
fimmtudagur, febrúar 05, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Fannstu ,resonans' í Ýlfrinu?
(Innlitskvitt)
hei ég hélt einmitt aldamót 99/00 - en þar sem ég er svo "flókin" manneskja þá færði ég rök fyrir hvoru tveggja:) bara til að rugla fólk...maður er sko ekki vog fyrir ekki neitt.
Ég horfði á þennan þátt og fannst hann ekki svo slæmur....eða sko miðað við það sem hægt væri að segja um ástandið og ástæður þess þá var þetta ekki svo slæmt.
knús V
Maður klikkaði eiginlega á að "velja" aldamót; ég sé það núna að ég hefði átt að halda upp á þau 99/00 OG 00/01.
Skrifa ummæli