laugardagur, febrúar 21, 2009

Stundum til að fá vinnu er best fyrir einstaklinga að mæta á staðinn til að sýna sig og sanna að það sé eitthvað í sig spunnið, frambærilegt fólk og þannig.

Það á ekki við í minni vinnu. Ef þú kemur í vinnuna til mín undir morgun eftir einum of marga verður atvinnuumsókn þín ekki tekin sérstaklega alvarlega ... og nei, þú mátt ekki fá blað og penna til að skrifa ferilskrá.

Fólk kemur mér sem betur fer ennþá á óvart :)

Annars er það að frétta að ég er laus við kvefið! Ég rétt náði að klára vaktina síðasta föstudag, kom mér heim og í sturtu og lá svo uppí rúmi þangað til um miðja vikuna með hita, kvef, háls- og eyrnabólgu, beinverki og almenna vanlíðan :/ en eins og ég segi þá er ég miklu skárri núna og hlakka til að hafa það gott á konudaginn fyrst ég missti af Valentínusardeginum - hint, hint, nudge, nugde ;)

... og þið sem hneykslist á Valentínusardeginum og segið hann bandarískt skrípi, ykkur spyr ég: hvernig dettur ykkur í hug að hafna hátíðsdegi í febrúar sem snýst um að vera elskulegur, góður við sína og borða súkkulaði? er það ekki einmitt það sem læknar mæla með í dimmasta skammdeginu? :)

Ég mæli með því :) ég mæli líka með nægum svefni þannig að ég ætla heim um leið og vaktinni lýkur og sofa langt, langt frameftir degi ;)

Góðar stundir

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrst ég get ekki drukkið rauðvín hef ég ekkert með súkkulaði að gera!

Valentínus smalentínus.

Nafnlaus sagði...

Fyrst ég get ekki drukkið rauðvín hef ég ekkert með súkkulaði að gera!

Valentínus smalentínus.

Nafnlaus sagði...

Fyrst ég get ekki drukkið rauðvín hef ég ekkert með súkkulaði að gera!

Valentínus smalentínus.

Nafnlaus sagði...

Bölvað tölvuvesen.