Þá er komin ný ríkisstjórn - ekki komin nein reynsla á hana og ég þekki fólkið ekkert sérlega vel en ég er viss um að Jóhanna eigi eftir að halda þeim á tánum. Miðað við sögur af henni er ég sannfærð um að þessi ríkisstjórn verði ekki verklaus og það eru þau sem tala, verkin sumsé og blómin líka en það er annað mál :)
Ég hef komist að því að frostmyndir eru ofmetnar. Ég er búin að taka ansi margar myndir af veðrinu og því sem fylgir undanfarna daga. Mér finnst fallegt að sjá bleikan og hvítan og bláan Reykjanesskagan og fjólubláa Esjuna og hvíta Skarðsheiðina og spegilsléttan Faxaflóann, trjágreinar þykkar af snjó og trjáboli snjóhvíta ámegin og nokkrum sentimetrum breiðari útaf snjónum sem hefur fokið á þá og frosið. Himinninn er líka alltaf svo fallegur í frosti og sólsetrin sömuleiðis en ekkert af þessu næst almennilega á mynd ... ekki á þær myndir sem myndavélin mín getur tekið að minnsta kosti ;)
Þær eru samt margar fínar þó þær séu ekki eins og það sem ég var að taka mynd af en kannski er það sem vantar er "loftið"? ef ég skoða þær úti í kuldanum verða þær kannski fallegri? fegin samt að það er digitalöld, veit ekki hvort ég hefði tímt að taka þessar myndir á filmur - ég hefði að minnsta kosti ekki gert tilraunir held ég ;) ef þið eruð heppin set ég kannski einhvern daginn einhverjar myndir inn ... það gæti alveg gerst ;)
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli