Blitzblogg í tilefni kreppunnar og skammdegisins :)
hversu víðtæk þarf kreppan að vera til að teljast til heimskreppu? er heimurinn Vesturlönd í þessu sambandi líka eins og sumu öðru? var bara að spá ... annars er ég ekki svo mikið að hugsa um kreppuna þessa dagana, alveg hætt því nema að því leyti að ég er ennþá að safna kreppupósti ef þið eigið svoleiðis í fórum ykkar ;) og talandi um það þá fékk ég hlekk á þessa færslu senda áðan, takk Edda :)
bara nokkrir dagar eftir af skólanum og það er skerí stöff framundan ... langt skriflegt próf (ein spurning, en val um tvær) og munnlegt próf (ein spurning, en val um tvær) og hvað ... fimm þúsund blaðsíður? ... kannski ekki svo mikið en efnið er á við nokkrar símaskrár bara ekki eins þunnur pappír :)
svo er ég líka alltaf að vinna bara og vinna en internetið virkar ekkert sérstaklega vel í vinnunni þannig að ég nenni eiginlega ekki að nota það þar ... ég er sem sagt heima núna og er að baka - jú, ég geri það orðið reglulega því ég er að hætta að borða brauð, ekkert fanatískt hætt bara að hætta svona hægt og rólega ... eins og maður gerir, ekkert cold turkey bara hætt að kaupa það og þannig :)
jújú, Bjarni bara búinn að segja af sér - synd og skömm, hann var alvöru ... og þess vegna sagði hann auðvitað af sér, heiðursmannaafsögn. Afhverju axla menn eiginlega aldrei ábyrgð? hvað varð um fyrirmyndirnar? hverjar eru fyrirmyndir komandi kynslóða? til hverra geta börn litið upp til í dag? ... ekki beysið úrval að mínu mati - hvaða opinberu aðilar teljið þið að séu þess verð að flokkast sem fyrirmyndir ungu kynslóðarinnar??
kommentið endilega og verið góð við hvert annað
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Talandi um að baka þá var ég að baka brjálaðislega gott döðlu og bananabrauð!!! Veit ekki hvort þú borðar svoleiðis en hér er allaveganna uppskriftin.
Hráefni:
200 gr. Döðlur
2,5 dl. Heitt vatn
2 stk. Stappaðir bananar
1 tsk. Vínsteinslyftiduft
1 tsk. Matarsóti
1/2 tsk. Sjávarsalt
150 gr. Spelt
150 gr. Sigtað spelt
2 stk. Egg
2 matsk. Olía
1 tsk. Vanilludropar
Aðferð: Döðlurnar brytjaðar og settar í pott ásamt vatninu og suðan látin koma upp, kælt aðeins. Þurrefnunum blandað saman, eggjunum og vökvanum hellt út í og hrært saman. Sett í aflangt form og bakað í 40 mín við 200°.
Verði þér að góðu með linkinn :)
Fyrst þú ert að hætta í brauðinu þá lumarðu kannski á ráðum við að hætta sykrinum. Mitt matarræði samanstendur af sykri, sykri og fitu (og engri hreyfingu ... og maður spyr sig).
Skrifa ummæli