Ferð að líða að jólaprófum og ég er að lesa fyrir þau ... ég þoli ekki próf. Hef ég ekki einhvern tímann minnst á það hérna? eins og til dæmis í gær eða fyrradag? :)
ég bakaði köku fyrir vinnufélagana í nótt, auðvitað af einskærri, óeigingjarnri, hreinni og klárri góðmennsku en mig langaði líka í skúffuköku þannig að það var kjörið að slá þessu tvennu saman ;) það er nefnilega galli að þegar ég bý eitthvað til bý ég alltaf til nægilega mikið magn fyrir hungraðan heim líka og þó það sé hægt að frysta alls konar í hentugum pakkninum þá virkar ekki að frysta skúffukökur ;)
... annars er klukkan hálfsjö um morgun og ég er farin að glósa glósur - spurning um að segja þetta gott í nótt? ;)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ekkert mál að frysta skúffuköku!!! Bæði með kremi eða án!! Það er samt alltaf gaman að baka og láta einhverja aðra borða það.
kv, Valgerður
Mig langar í skúffuköku!!
Gangi þér annars vel með lesturinn. hvenær eru próf?
Skrifa ummæli