föstudagur, nóvember 14, 2008

Ég er í vinnu sem er yfirleitt ekki sérlega hættuleg ... en í dag bjargaði ég mannslífi!

Já, það var bara venjulegur morgun fram að hádegi. Ágætlega margir í geymslunni en það sváfu flestir út og við gátum leyft stórum hluta að fara fyrir hádegi þannig að það voru bara þrír í hádegismat. Ég fór upp og borðaði, ýsu með rækju og blaðlaukssósu og kartöflur, barasta mjög gott. Svo náði ég í þrjá matarbakka og litla mjólkurfernu með hverjum þeirra. Ég fann til plasthnífapör og fór að dreifa matnum til viðeigandi manna.

Ég var nýbúin að láta síðasta manninn fá bakkann sinn þegar hann hringdi bjöllunni. Ég hugsaði með mér að hann gæti ekki hafa haft tíma til að gera nokkuð annað en að skoða matinn og var nokkuð viss um að hann myndi biðja um að fá að reykja þar sem hann væri "búinn að fá matinn" ... stundum þarf að passa afskaplega vel uppá hvert einasta orð því sumir eru sleipari en álar í að endurtaka nákvæmlega það sem ég sagði en skilja ekki það sem ég meinti - fín æfing í að tala skýrt að vísu :)

Ég fer sem sagt aftur að klefanum og opna lúguna, þá stendur eymingjans maðurinn með peysuna fyrir munninum og tárin í augunum, hann var með bráðaofnæmi fyrir rækjum og sósan var yfir allt saman!! :/

Ég opnaði auðvitað um leið, tók af honum bakkann og bjargaði honum þar með frá bráðum bana!

Svo náði ég í samloku handa honum með kalkún ... núna ætla ég að fara að spyrja hvort menn séu með ofnæmi líka, ég spyr nú þegar hvort þeir séu grænmetisætur - merkilega algengt þó þið trúið því ekki :)Stórhættuleg kvikindi!


Góðar stundir

4 ummæli:

VallaÓsk sagði...

mig langar í svona fínan hádegismat!!! Ég fékk saltfiskrétt sem var ágætur en ég held þitt hafi verið betra.
Ágætt meðan þetta er hættulegasta atriðið í vinnunni hahahahaha
Þegar þú skiptir um vinnu næst ertu orðin fullfær í því að vinna með unglingum því þó það séu önnur atriði sem þau þræta/semja um eru það nákvæmlega svona túlkun á því sem maður segir sem er í gangi hjá þeim - en þú sagðir..... þú sagðir að við mættum fara fyrr - já einmitt ég sagði að þið mættuð fara fyrr ef þið lærðuð þangað til!!!!! já en þú sagðir að við mættum fara snemma...
og nú er ég farin að blogga hjá þér..

VallaÓsk sagði...

gleymdi sko alveg að segja að ég skil ekki alveg grænmetisætur....eins og mér finnst grænmeti og grænmetisréttir góðir þá fær enginn mig til að sleppa góðri steik eða steiktum lambahrygg eða læri mmmmmmmmmmmmm ég veit hvað verður í matinn á morgun mmmmmmmmmmm

theddag sagði...

Hetja dagsins!! :)

Nafnlaus sagði...

En svona tæknilega, varstu ekki að eitra fyrir manninum í fyrsta lagi áður en þú bjargaðir honum? Munchausen syndrome by proxy kannski :)