Blitzblogg af næturvaktinni :)
ég er að velta jólunum fyrir mér, hvað ég eigi að gera varðandi jólagjafir og svoleiðis - allir krakkarnir í fjölskyldunni fá keypta pakka frá mér en ég hugsa að rest fái bara heimatilbúið? Einhver mótmæli? ég skal búa til eitthvað hrikalega fínt :)
hvað ætlið þið að gera? kannski ég sendi jólakort í fyrsta sinn síðan í barnaskóla? voru póstkassar í skólastofunni ykkar þegar þið voruð lítil? minn var rautt hús með bómul á þakinu fyrir snjó og að mig minnir fánastöng fyrir utan en fánastöngin var aðeins brotin því systur mínar áttu húsið á undan mér og svona papppadót lifir ekki allt af. Til að komast í jólakortin var hægt að lyfta þakinu og ég fékk alltaf fleiri kort en ég sendi ... mig minnir að þeir sem voru í seinni hluta stafrófsins hafi aldrei fengið kort frá mér því ég var svo lengi að búa til kortin að mér vannst aldrei tími til að klára allan nafnalistann sem Brynhildur kennari lét okkur fá til að halda utan um hverjum við vorum búin að senda og áttum eftir :)
jújú, kannski sendi ég ekki jólakort sem fullorðin vegna þess að ég skammst mín fyrir að allir sem heita nafni sem byrja á staf í seinni hluta stafrófsins fengu yfirleitt ekki jólakort þegar ég var lítil? já eða kannski er ég bara ekki týpan sem sendi jólakort og það kom strax í ljós þegar ég var lítil? :)
en áður en það koma jól þá verð ég að klára jólaprófin og ég kvíði þeim afskaplega mikið. Ég þoli ekki próf og vildi óska að það væri hægt að klára allt nám án þess að taka próf ... og það er eflaust hægt einhvers staðar?
vantar einhvern mótorhjólagalla og hjálm? glænýtt og bara notað einu sinni? stelpan sem á hann er um 170 sm á hæð og nett, með venjulega stóran haus þannig að ef þú ert svipuð og vantar galla vertu í bandi - líka ef þú átt netta kærustu með venjulega stóran haus og vilt gefa henni galla í jólagjöf kannski? koma henni á bragðið? gæti verið besta jólagjöf ársins :)
Góðar stundir
þriðjudagur, nóvember 25, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég þoli ekki heldur próf!!! Í kennsluréttindanáminu fór ég bara í eitt próf sem var 50% en allt annað voru verkefni.
Í sambandi við jólakort þá segist ég aldrei senda svoleiðis en sendi svo fáum útvöldum:-D kenni svo bara póstinum um ef einhver fer að tala um að þeir hafi ekki fengið kort frá mér hehehehehe
kv, Valgerður
það var póstkassi í skólstofunni minni, man reyndar ekki hvernig hann var. Skólastjórinn var mjög sniðugur, setti jólamyndir á allskonar pappír sem við fengum svo að lita, klippa og brjóta saman = fínasta jólakort! Minnir að allir sendu öllum í skólanum.
Skrifa ummæli