Þá er síðasta vaktin í törninni langt komin - og ég er að hugsa um að fara í leikhús í kvöld, laugardagskvöld ... mig langar til að sjá Dauðasyndirnar því ég þekki aðstoðarleikstjórann, mig langar líka til að sjá Mr Skallagrímsson og Brák og þessi sagnakeppni þeirra er rosalega spennandi:) ætla að sjá til hvernig ég vakna hvað ég geri, er einhver maður í leikhús?
ég þarf líka að taka til heima ... hef eiginlega ekkert verið heima síðan ég kom til landsins og er ekki einu sinni búin að ganga frá ferðatöskunni ennþá:) en Fídeli er sama eins lengi og ég eyði þeim litla tíma sem ég er heima með honum;)
gallinn við næturvaktir er að vaktafríið er svo stutt (samt lengra en helgarfrí þannig að ég er alls ekki neitt að kvarta, alls ekki neitt) en á milli dagvakta og næturvakta eru næstum því alveg fimm dagar:) ég hef verið að hugsa um það undanfarið hvort ég hafi gert vitleysu með að hafna klikkháum launum fyrir að vera á ekki-svo-háum launum og meira í fríi - ég er nokkuð viss um að ég hafi valið rétt en ég verð sannfærð um það ef mér tekst að nota þessi vaktafríi í sumar:) ef ég geri það ekki vel ég launin næst þegar ég spái í vinnu;)
Lifið heil
laugardagur, maí 31, 2008
föstudagur, maí 30, 2008
Jarðskjálftinn maður!
Ég vaknaði við hann og vissi ekki alveg hvað gekk á, nógu ringluð er ég yfirleitt þegar ég vakna svona um miðjan dag eftir næturvaktir til að ekki bætist við að vera vakin við jarðskjálfta. Rúmið lék á reiðiskjálfi, ég lyfti höfðinu frá koddanum og horfði beint í augun á Fídel sem virtist vera alveg jafnruglaður á þessari truflun og ég. Eiga dýr ekki að vera hrædd við jarðskjálfta? Hann geispaði og teygði úr sér þannig að ég lagðist bara aftur á koddann og ætlaði að sofa aðeins lengur þegar meðvitundin fattaði að þetta hlyti að hafa verið jarðskjálfti ... þannig að ég gerði það eina í stöðunni, stóð upp og kíkti útum gluggan, jú, hjólið stóð ennþá þannig að ég fór bara aftur uppí rúm:) gat að vísu ekki sofnað aftur því ég var víst alveg búin að sofa í að verða átta tíma þannig að ég fór á fætur og maður lifandi hvað ég var með miklar harðsperrur!
ég fór nefnilega á hestbak með Frekjunni á miðvikudagskvöldið og skemmti mér konunglega:) það eru komin nokkur ár síðan ég fór á bak síðast en ég er að hugsa um að láta ekki eins langan tíma líða áður en ég fer næst ... og ekki bara útaf harðsperrunum;) en mér skilst að "seasonið" sé að verða búið sem er synd því ég hefði haldið að það væri skemmtilegast að stunda hestasportið á sumrin? vera að moka skít og frjósa í hel allan veturinn og senda svo alla hestana í sveit um leið og veðrið fer að vera gott:) skringilegt sport, en ábyggilega rosalega gefandi;)
en eitt sem böggar mig alltaf reglulega, rakvélar! Hvað er málið með að vera alltaf að breyta rakvélum sem virka bara fínt, takk fyrir, og setja nýjar og nýjar rakvélar á markaðinn og hætta að selja rakblöðin í þessar gömlu?? Ég var mjög sátt við mína rakvél en svo hættu þeir að selja þær og loks var ekki hægt að fá blöð í hana lengur - ég komst þó upp með að nota hana lengur en flestar býst ég við því það var enn verið að selja blöðin í hana í Ungverjalandi þannig að ég keypti tvo pakka:)
þó kom að því að ég kláraði blöðin og varð að kaupa mér nýja vél um daginn og ég er ekki sátt! Þetta er glæný vél en rakvélablöðin eru handónýt (jafnvel þegar þau eru splunkunýkomin úr umbúðunum) þannig að ég geri ekki ráð fyrir að þessi vél verði lengi á markaðinum - hún virkar bara alls ekki - sem þýðir að ég verð að kaupa mér nýja vél aftur ... kannski er ódýrara að kaupa bara einnota? hvað gerið þið?
Lifið heil
Ég vaknaði við hann og vissi ekki alveg hvað gekk á, nógu ringluð er ég yfirleitt þegar ég vakna svona um miðjan dag eftir næturvaktir til að ekki bætist við að vera vakin við jarðskjálfta. Rúmið lék á reiðiskjálfi, ég lyfti höfðinu frá koddanum og horfði beint í augun á Fídel sem virtist vera alveg jafnruglaður á þessari truflun og ég. Eiga dýr ekki að vera hrædd við jarðskjálfta? Hann geispaði og teygði úr sér þannig að ég lagðist bara aftur á koddann og ætlaði að sofa aðeins lengur þegar meðvitundin fattaði að þetta hlyti að hafa verið jarðskjálfti ... þannig að ég gerði það eina í stöðunni, stóð upp og kíkti útum gluggan, jú, hjólið stóð ennþá þannig að ég fór bara aftur uppí rúm:) gat að vísu ekki sofnað aftur því ég var víst alveg búin að sofa í að verða átta tíma þannig að ég fór á fætur og maður lifandi hvað ég var með miklar harðsperrur!
ég fór nefnilega á hestbak með Frekjunni á miðvikudagskvöldið og skemmti mér konunglega:) það eru komin nokkur ár síðan ég fór á bak síðast en ég er að hugsa um að láta ekki eins langan tíma líða áður en ég fer næst ... og ekki bara útaf harðsperrunum;) en mér skilst að "seasonið" sé að verða búið sem er synd því ég hefði haldið að það væri skemmtilegast að stunda hestasportið á sumrin? vera að moka skít og frjósa í hel allan veturinn og senda svo alla hestana í sveit um leið og veðrið fer að vera gott:) skringilegt sport, en ábyggilega rosalega gefandi;)
en eitt sem böggar mig alltaf reglulega, rakvélar! Hvað er málið með að vera alltaf að breyta rakvélum sem virka bara fínt, takk fyrir, og setja nýjar og nýjar rakvélar á markaðinn og hætta að selja rakblöðin í þessar gömlu?? Ég var mjög sátt við mína rakvél en svo hættu þeir að selja þær og loks var ekki hægt að fá blöð í hana lengur - ég komst þó upp með að nota hana lengur en flestar býst ég við því það var enn verið að selja blöðin í hana í Ungverjalandi þannig að ég keypti tvo pakka:)
þó kom að því að ég kláraði blöðin og varð að kaupa mér nýja vél um daginn og ég er ekki sátt! Þetta er glæný vél en rakvélablöðin eru handónýt (jafnvel þegar þau eru splunkunýkomin úr umbúðunum) þannig að ég geri ekki ráð fyrir að þessi vél verði lengi á markaðinum - hún virkar bara alls ekki - sem þýðir að ég verð að kaupa mér nýja vél aftur ... kannski er ódýrara að kaupa bara einnota? hvað gerið þið?
Lifið heil
fimmtudagur, maí 29, 2008
Afskaplega er Facebook skemmtilegt:) ef ekki væri vegna þess myndi ég eflaust ekki vita af því að vinir mínir hafa ... voted on your strengths and weaknesses:
STRENGTHS:
best companion on a desert island
most artistic
merriest
WEAKNESSES:
best dancer
most organized
ekki slæmt að fólk vilji fara með mér á eyðieyju, ég er meira að segja fremur upp með mér en kommon!! þið getið ekki sagt að ég sé slæmur dansari, óskipulögð já, kannski er það rétt, en þið sem eruð að kjósa um danshæfileika mína getið ekki hafa séð mig dansa! ég er "on fire" þegar ég kemst í návígi við dansgólf! ég er að segja ykkur það:)
jamms, klukkan er að verða þrjú um nótt og ég er að skipuleggja sumarið - er á leiðinni í Húsafell eftir nokkra daga, stefni á að kíkja á Akureyri seinna í sumar til að hitta nokkrar stelpur og hvolp, fer væntanlega hringinn með tveim heiðurskonum og ... :)
sem minnir mig á það, hefur þig alltaf langað til að læra á línuskauta? ert þú línuskautari "inní" þér en vantar að læra að tjá það? keyptirðu línuskauta fyrir löngu en notarðu þá aldrei? ertu laus 5. júní klukkan 18:00? vertu í bandi, það er verið að safna liði til að fá námskeiðið ódýrar og auðvitað, the more the merrier:)
Góðar stundir
STRENGTHS:
best companion on a desert island
most artistic
merriest
WEAKNESSES:
best dancer
most organized
ekki slæmt að fólk vilji fara með mér á eyðieyju, ég er meira að segja fremur upp með mér en kommon!! þið getið ekki sagt að ég sé slæmur dansari, óskipulögð já, kannski er það rétt, en þið sem eruð að kjósa um danshæfileika mína getið ekki hafa séð mig dansa! ég er "on fire" þegar ég kemst í návígi við dansgólf! ég er að segja ykkur það:)
jamms, klukkan er að verða þrjú um nótt og ég er að skipuleggja sumarið - er á leiðinni í Húsafell eftir nokkra daga, stefni á að kíkja á Akureyri seinna í sumar til að hitta nokkrar stelpur og hvolp, fer væntanlega hringinn með tveim heiðurskonum og ... :)
sem minnir mig á það, hefur þig alltaf langað til að læra á línuskauta? ert þú línuskautari "inní" þér en vantar að læra að tjá það? keyptirðu línuskauta fyrir löngu en notarðu þá aldrei? ertu laus 5. júní klukkan 18:00? vertu í bandi, það er verið að safna liði til að fá námskeiðið ódýrar og auðvitað, the more the merrier:)
Góðar stundir
miðvikudagur, maí 28, 2008
Jújú, það hefur sést til mín í Reykjavík undanfarna viku - suma hef ég meira að segja farið að hitta viljandi þannig að ég get víst ekki lengur farið huldu höfði og haldið út þessa bloggþögn mikið lengur:)
Ferðin var afskaplega góð, bæði Miðjarðarhafið og tíminn sem ég var í London. Ég lærði margt og gerði fleira og veit ekki alveg á hverju ég á að byrja ...
- Titanic brandarar eru ekki sérstaklega vinsælir um borð í skemmtiferðaskipum
- aldrei spyrja Tyrkja hvort eitthvað matarkyns sé sterkt eða ekki
- mamma og pabbi eru ofsalega skemmtilegt og gott fólk sem á fullt af skemmtilegum og góðum vinum (þetta vissi ég þó en fékk enn og aftur staðfest í ferðinni)
- ég man ennþá danssporin við Macarena og Saturday Night og kann ennþá textann við Black and White með Michael Jackson, rappið líka:)
- ég dansaði við lög sem ég fílaði fyrir fimmtán árum og skemmti mér konunglega í marga, marga klukkutíma
- úr Strombolini eldfjallinu koma víst einhvers konar "volcanic bombs" samkvæmt skipstjóranum okkar
- Norðmenn geta líka verið fyndnir, skipstjórinn okkar var Norðmaður og endaði stundum skipstjóraávörpin sín með brandara á borð við: A man walked into the doctors office with a carrot in one ear and a banana in the other. He said: Doctor, I think I'm loosing my hearing. The doctor said: my dear Sir, your problem is not your hearing it's that you are not eating properly! Geri aðrir betur:)
- Góa er alvöru borg á Indlandi ekki bara nammitegund
- það er hægt að búa til smjör-líkan af öllu, ég tók myndir
- það er til ódýr búð við Oxford Street
- stórstjörnur ganga um Londonborg, ég mætti Antony Hopkins á Piccadilly:)
... og svo framvegis:)
núna er ég komin aftur í vinnuna, á næturvaktir og farin að eiga afskaplega misgáfulegar samræður við viðskiptavinina:
"nei, þú færð ekki að reykja núna, það er mið nótt og þú ert í opinberri byggingu"
"samkvæmt Mannréttindasáttmálanum á ég að fá að reykja á klukkutíma fresti eftir tvo tíma" (held það þýði að hann eigi að fá að reykja á klukkutíma fresti þegar hann er búinn að sitja inni í tvo tíma? ekki að það skipti máli, það eru engin ákvæði í Mannréttindasáttmálanum um reykingar manna í skammtímavistun, já, ég er 100% viss)
"nei, það er ekki rétt"
"heyrðu, veistu hver ég er? ég heiti Gísli Eiríkur Helgason (hann sagði nafnið sitt en ég ætla að sjálfsögðu ekki að hafa það eftir) og er Nóbelsverðlaunahafi, ertu eitthvað rugluð??!!"
hverju er hægt að svara svona spurningu?:)
Annars er ég komin aftur og mun væntanlega blogga fljótlega:)
Lifið heil
Ferðin var afskaplega góð, bæði Miðjarðarhafið og tíminn sem ég var í London. Ég lærði margt og gerði fleira og veit ekki alveg á hverju ég á að byrja ...
- Titanic brandarar eru ekki sérstaklega vinsælir um borð í skemmtiferðaskipum
- aldrei spyrja Tyrkja hvort eitthvað matarkyns sé sterkt eða ekki
- mamma og pabbi eru ofsalega skemmtilegt og gott fólk sem á fullt af skemmtilegum og góðum vinum (þetta vissi ég þó en fékk enn og aftur staðfest í ferðinni)
- ég man ennþá danssporin við Macarena og Saturday Night og kann ennþá textann við Black and White með Michael Jackson, rappið líka:)
- ég dansaði við lög sem ég fílaði fyrir fimmtán árum og skemmti mér konunglega í marga, marga klukkutíma
- úr Strombolini eldfjallinu koma víst einhvers konar "volcanic bombs" samkvæmt skipstjóranum okkar
- Norðmenn geta líka verið fyndnir, skipstjórinn okkar var Norðmaður og endaði stundum skipstjóraávörpin sín með brandara á borð við: A man walked into the doctors office with a carrot in one ear and a banana in the other. He said: Doctor, I think I'm loosing my hearing. The doctor said: my dear Sir, your problem is not your hearing it's that you are not eating properly! Geri aðrir betur:)
- Góa er alvöru borg á Indlandi ekki bara nammitegund
- það er hægt að búa til smjör-líkan af öllu, ég tók myndir
- það er til ódýr búð við Oxford Street
- stórstjörnur ganga um Londonborg, ég mætti Antony Hopkins á Piccadilly:)
... og svo framvegis:)
núna er ég komin aftur í vinnuna, á næturvaktir og farin að eiga afskaplega misgáfulegar samræður við viðskiptavinina:
"nei, þú færð ekki að reykja núna, það er mið nótt og þú ert í opinberri byggingu"
"samkvæmt Mannréttindasáttmálanum á ég að fá að reykja á klukkutíma fresti eftir tvo tíma" (held það þýði að hann eigi að fá að reykja á klukkutíma fresti þegar hann er búinn að sitja inni í tvo tíma? ekki að það skipti máli, það eru engin ákvæði í Mannréttindasáttmálanum um reykingar manna í skammtímavistun, já, ég er 100% viss)
"nei, það er ekki rétt"
"heyrðu, veistu hver ég er? ég heiti Gísli Eiríkur Helgason (hann sagði nafnið sitt en ég ætla að sjálfsögðu ekki að hafa það eftir) og er Nóbelsverðlaunahafi, ertu eitthvað rugluð??!!"
hverju er hægt að svara svona spurningu?:)
Annars er ég komin aftur og mun væntanlega blogga fljótlega:)
Lifið heil
fimmtudagur, maí 15, 2008
Sæl verið þið öll og blessuð:)
ég er enn á lífi þó ég sé ekki enn komin til landsins - bara í netsamband hérna í Londoninni þar sem ég verð þangað til í næstu viku:)
siglingin var skínandi snilld og ég mæli hiklaust með svona ferðum fyrir alla sem hafa áhuga á lúxus, ég er að vísu svolítið skemmd eftir þetta allt saman - fer ekki vel með fólk að gista á fimm stjörnu hóteli í tvær vikur og koma svo aftur í raunheiminn eftir að hafa vanist því;) enginn til að draga út stólinn þegar ég ætla að setjast/standa upp, enginn sem hellir í glasið mitt, býr um rúmið á morgnanna og gerir það tilbúið á kvöldin, tæmir ruslið (ÞRISVAR á dag!) etc. etc.:)
ég fékk samt smá dempara á lúxusinn þannig að ég er ekki eins ónýt og ég væri ef ég hefði getað notið allra þægindanna allan tímann, ég fékk nefnilega kvef eins og mér er einni lagið og eyddi nokkrum dögum í rúminu áður en ég fór á fúkkalyf til að redda því sem eftir var af siglingunni;)
núna er ég hins vegar á leiðinni á pöbb quiz sem ég stefni að sjálfsögðu á að vinna:)
Lifið heil
ég er enn á lífi þó ég sé ekki enn komin til landsins - bara í netsamband hérna í Londoninni þar sem ég verð þangað til í næstu viku:)
siglingin var skínandi snilld og ég mæli hiklaust með svona ferðum fyrir alla sem hafa áhuga á lúxus, ég er að vísu svolítið skemmd eftir þetta allt saman - fer ekki vel með fólk að gista á fimm stjörnu hóteli í tvær vikur og koma svo aftur í raunheiminn eftir að hafa vanist því;) enginn til að draga út stólinn þegar ég ætla að setjast/standa upp, enginn sem hellir í glasið mitt, býr um rúmið á morgnanna og gerir það tilbúið á kvöldin, tæmir ruslið (ÞRISVAR á dag!) etc. etc.:)
ég fékk samt smá dempara á lúxusinn þannig að ég er ekki eins ónýt og ég væri ef ég hefði getað notið allra þægindanna allan tímann, ég fékk nefnilega kvef eins og mér er einni lagið og eyddi nokkrum dögum í rúminu áður en ég fór á fúkkalyf til að redda því sem eftir var af siglingunni;)
núna er ég hins vegar á leiðinni á pöbb quiz sem ég stefni að sjálfsögðu á að vinna:)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)