sunnudagur, nóvember 25, 2007

Afhverju haldiði að ég horfi ekki á hryllingsmyndir?

... ok, þetta var ekki ég, en það hefði vel getað verið það:)

ég fór á villibráðaárshátíðarhlaðborð hjá Þykkvabæjar í gærkvöldi og ég er eiginlega ennþá aðeins södd:) þetta var haldið í Árhús á Hellu og svo gistum við öll (sem vorum úr bænum) í litlu húsunum sem staðurinn leigir út. Ég skemmti mér óskaplega vel og ég vildi óska (ekki í fyrsta skiptið um ævina) að ég gæti verið í fleiri en einni vinnu í einu, allt fólkið hjá Þykkvabæjar eru svo miklir öðlingar ... Bókhlöðuliðið er líka einstakt og nýju vinnufélagarnir eru alltaf að verða skemmtilegri ... ef útí það er farið eru fiskibúðarstrákarnir algerar perlur:) ... ég held barasta að ég hafi aldrei unnið á virkilega lélegum vinnustað, það hafa verið kostir og gallar alls staðar auðvitað eins og gerist. Í fiskbúðinni var ég stundum í alltof miklu návígi við dill (já, kryddið .... uuugggghhhh!!!) og dauð fiskaaugu (þau eru miklu óhuggulegri en allt annað í sambandi við dauða fiska, finnst mér). Það var aðeins of lítið um dagsljós og of mikið af ryki á hlöðunni og í Þykkvabæjar var kartöfluslímið, einstaka sinnum fóru kartöflur að gerjast (til dæmis ef þær voru ekki nægilega mikið soðnar áður en þær fóru í pokann) þá blésu pokarnir út og ef þeir sprungu kom ógurleg lykt sem fór ekki af manni fyrr en eftir nokkra þvotta ... og hún festist í nefninu á mér líka, í bæði skiptin:) Zorró var hins vegar sérlega hrifinn af lyktinni og slefaði stjórnlaust með nefið límt við buxurnar mínar og úlpuermina þegar ég kom heim þannig að það er spurning hvort kartöfluslímið hafi verið galli?:)

í nýju vinnunni er gallinn klór og klórlykt, við þrífum með því til að gera allt bakteríufrítt en þegar ég er búin að standa inn í klefa og skrúbba með klór í smá stund er ég komin með bragð í munninn eins og þegar ég var krakki og búin að vera í sundi í þrjá tíma og fara aðeins of oft í kaf á þeim tíma;) þannig að þó að bragðið sé óþægilegt og velgjuvekjandi (er það orð, móðurmálsmeistarar mínir góðir?) er spurning hvort ég eigi ekki bara að njóta bernskuminninganna? ekki á hverjum degi sem ég finn lykt sem minnir eins mikið á æsku mína og þessi blessaða klórbræla ... sem betur fer;)

klór, kartöfuslím, dill, ryk, klikkaðir fararstjórar, nöldrandi kúnnar ... en án þeirra væru kostirnir kannski ekki eins skínandi, áberandi og eftirminnilegir? :)

Lifið heil og njótið lífsins

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heldurðu að það væri ekki munur ef þú hefðir bláan ópal til að losna við klórbragðið :)

Gummi

Nafnlaus sagði...

Þessir gallar í vinnunum þínum eru alveg einstakir. Maður fær alveg nýja sýn. En ég skil vel að þú sért þreytt á klórnum. Er virkilega ekkert annað hægt að nota. Ég kúgast bara við tilhugsunina. Ég myndi mæla með Gajol til hjálpar og svo þú haldir ekki að ég sé einhverf eða með þráhyggju þá er Läkerol soldið gott líka.

Nafnlaus sagði...

umm lykt af klór...við þvoðum spenana á kúnum alltaf með klórblöndu og mér finnst það góð lykt:oD
Mér finnst aftur á móti fiskilykt hrikalega vond, gæti aldrei unnið í fiskibúð....mér finnst samt fiskur hrikalega góður og borða hann oft í viku!!!
Það er gaman að vinna í skemmtilegri vinnu!!!! eða allaveganna vinnu sem maður hefur gaman af:oD

Nafnlaus sagði...

velgjuvekjandi er klárlega orð, og giska gott finnst mér, kannski nýtt en hreint ekki verra fyrir það

BerglindSteins

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðrún.
Gaman að sjá þig blogga aftur.

Klórlykt, uff...það eru til nokkur efni sem virka betur, lykta betur, og eru ekki eins eitruð.
Þið þurfið hæfari ræstifræðing.

Hvernig er það, er ekki hægt að fá lánaða "viðskiptavini" hjá þér úr vinnunni, svona til húsverka t.d ?
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.

Nafnlaus sagði...

Húmm já þar sem ég þjáist af þráhyggju :) Þá ekkaði ég á þesssu og orðið á götunni er Vick's Vaporub. Þú finnur víst bara lykta af sólskini, gleði og hamingju ef þú notar það :) Komdu við hjá Menntaskóolanum við Sund, ég labba þar framhjá á hverjum morgni og þar er pizzastaður við hliðina á fiskibúð...ansi athyglisverður ilmur :)

Gummi

Nafnlaus sagði...

Kæra Rúna Rok. Þetta er svo augljóst; enginn vinnustaður er leiðinlegur ef þú ert að vinna þar... Sakn! Ádí pádí