miðvikudagur, september 05, 2007

Jæja krakkar mínir og góðan daginn Olla:)

núna er ég orðin þrítug og hef ekki breyst baun - ég er enn jafnóskipulögð og aftarlega á merinni og ég hef alltaf verið;)

ég ætla að halda uppá afmælið mitt næsta laugardag og það eru allir velkomnir;) húsið opnar tvö og öllum verður hent út rétt fyrir miðnætti, það þarf ekki að vera allan tímann auðvitað, það má líka koma og fara og koma aftur ... eigum við ekki bara að segja að afmælisbarnið muni vera heima á "afmælisdaginn":) - eftir klukkan tvö, ég ætla ekki að vakna fyrr en á hádegi;)

ég hlakka rosalega mikið til!!! og ég hlakka líka til að sjá sem flest ykkar??

Lifið heil og ég skal segja ykkur allar sögur sumarsins þegar fer að dimma og skammdegið tekur völdin;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahh, ,,hlakka til að sjá sem flest ykkar'' en alls ekki öll, sum eruði nefnilega ekkert svo... :)
iiii, djók - aþþí ég er svo mikill djókari,
en samt afar djúpþenkjandi, vel gefinn, alvarlegur og einstaklega vel gefinn ungur piltur.

Og loxins er ég fyrstur til að krota komment :)

Lára sagði...

Vei!!
Takk fyrir spjallið í gær ;) gott að sjá að verslunarmannahelgin er búin :D

Nafnlaus sagði...

Jibbí!
Bloggrúntur dagsins varð dásamlegur, alltaf gaman þegar þú skrifar :)
Annars vona ég bara að ammlis-veislan verði fín og að þú fáir fullt af flottum pökkum.
Knúsi knús
O

theddag sagði...

ÉG MÆTI!!!