miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Góðan og blessaðan,

mig vantar að komast í samband við einhver sem kann færeysku, þarf ekki að geta talað hana óaðfinnanlega bara nægilega vel til að geta þýtt nokkrar setningar fyrir mig:)

það er verið leita að nöfnum á menn í fótboltaliði frá árinu 1951, þeir eru saman á ljósmynd og fólk er að segja hver er hvað en ég skil ekki hvar hver er ... til dæmis:

Mittastaræð undir liðin av dámuni:
Mikkjal Houmann (Mikkjal post)

hvar er Mikkjal post? svarið sem kemur er svo enn undarlegra:

Eg meini hatta er Heri Mortensen, fyrrv. stjóri á Atl. Airways.

ég skil þetta alveg, gleymir hann ekki bara að segja hvar Heri er á myndinni? og að lokum:

Aftasta ræð undir liðuni á dámuni er mervin Dimon

... hvað þýðir av dámuni og á dámuni?

þekkið þið færeying eða færeyskumælandi einstakling? :)

Lifið heil

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heimir Hovgaard Karlsson er færeyskur... já, eða hann hefur a.m.k. færeyskt blóð (þunnt, en samt...) í æðum sér. Hann kann helling af orðum - píkudekk - og skondnum setningum - sólarniðurgangurinn sást vel frá kamrinum.

Nafnlaus sagði...

Halló Syneta.

Ég er að vinna með færeyskri konu sem ætti að geta þýtt þetta fyrir þig (yfir á dönsku) og svo kannski ég ráði við að þýða dönskuna yfir á íslensku :)

Þú getur fengið meilinn minn hjá Írisi.

Dísa