þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Jæja gott fólk, ég var að koma af Little Miss Sunshine og ég held ég verði með harðsperrur í maganum og kinnunum í fyrramálið:) hrikalega fyndin mynd sem ég mæli hiklaust með og skil vel allar tilnefningarnar:)

ég er að fara að sofa því ég hef ekki gert nóg af því undanfarið en mig langar til að lesa nýtt Faranda-blogg þannig að ég ætla að skrifa eitthvað fyrir háttinn - ég er líka ennþá að flissa eftir myndina:)

í síðustu viku lærði ég nýtt orð, gúmmígeit, það er í uppáhaldi hjá mér núna og ég bendi fólki hiklaust á allar gúmmígeiturnar sem verða á vegi mínum:) það er notað yfir léttar gröfur á dekkjum - léttar as in ekki í tveggja stafa tonnatölu (aka meira en 10 tonn:)) en ekki léttar í neinum öðrum skilningi:)

ég er búin að vera ofsalega upptekin undanfarið, merkilegt hvernig þetta kemur í bylgjum - það er ekkert svo langt síðan ég ákvað að ég hefði tíma til að púsla 4000 púsla púsluspili, kannski gerði ég mér ekki grein fyrir hvað svoleiðis tekur langan tíma en púslið liggur ennþá inní stofu og ég er ekki búin með einn fjórða:) ég hélt ég hefði tíma til að vera duglegri en hann hefur greinilega farið í annað ... tíminn sko, en ég er að hugsa um að taka það saman á morgun, þetta gengur ekki, lítur illa út að hafa það svona hálfklárað og kötturinn er farinn að hneyklast á mér - og það sem er verra, ég held að hann sé farinn að púsla sjálfur þegar ég er ekki heima og hann kann það ekki, hann lemur bara á púslin sem passa ekki og neyðir þau í plássin þannig að þau aflagast og verða ljót ... ég vil ekki hafa af honum skemmtun þannig að á morgun ætla ég að kaupa púsl fyrir hann sjálfan og taka mitt til, kannski finn ég púsl með myndum af músum? eða senjórítum? :)

bílinn minn er ennþá bilaður og í morgun hvarflaði það að mér að ég hefði kannski ekki efni á að borga fyrir viðgerðina - hafið þið einhverja hugmynd um hvað lausar gírstangir kosta eigendurna?

hvað heita skeifurnar sem hestar nota á veturna? eru þær ekki öðruvísi en sumarskeifur? afhverju finnst mér eins og snjóskeifur heiti skaflar? og afhverju er ég að velta því fyrir mér nánast um hánótt? :)

lifið heil

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skaflaskeifur.
Og þær - og allar aðrar skeifur - eru festar/negldar á með hóffjöðrum, ekki nöglum.
Hestar eru hófdýr en geitur eru klaufdýr... og jórturdýr líka, held ég - laki, keppur ogogog tveir magar í viðbót.

Nafnlaus sagði...

...og vinstur og einn magi enn... ég veit alveg hvað hann heitir, man það bara ekki núna.
Veit einhver hvort þarmarnir í jórturdýrum eru eitthvað styttri en í okkur hinum?

Nafnlaus sagði...

Og veit einhver hvers vegna ég, vansvefta pilturinn, er að rifja upp náttúrufræðinámsefnið síðan í 10ára bekk, klukkan hálfeitt á þriðjudaxnóttu?

Nafnlaus sagði...

Ohhhh hvað ég öfunda þig! Ég bíð ofurspennt eftir því að sjá Little Miss Sunshine!!!! Mig grunar samt eitthvað að ég þurfi að treysta á þolinmæðina, er ekkert á leið í bíó í bráð.