Ég fór að sjá Casino Royale í kvöld - það var ekki verið að ýkja hönkfaktor nýja Bondsins, ég er alveg til í að sjá fleiri Bondmyndir með þessum manni:)
við reyndum að fara að sjá myndina síðasta sunnudag en þá var uppselt ... mjög margir í salnum í kvöld en sem betur fer var ekki uppselt því af einhverjum ástæðum stóð Eragon og Salur 1 á miðunum okkar, okkur hefði verið hent út ef það hefði fattast og uppselt á myndina er það ekki?:) ætli það sé gert ráð fyrir því að miðasölustelpurnar geri mistök í sölu? eða bæta þeir bara við stólum?
borðaði kvöldmat á Horninu ásamt nöfnu minni og Olgu, skemmti mér mjög vel en ég held að ég fari ekki á vikuleg hrollvekjukvöld þeirra vegna þess að ég held að annað hvort þolinmæðin eða þráðurinn höndli það ekki ... ef þið skiljið mig? ef myndirnar eru of vel gerðar ræð ég ekki við það því ég er með svo stuttan hryllingþráð en ef þær eru of illa gerðar skortir mig þolinmæði:) en ég ætla ekkert að afsaka mig, sumir eru einfaldlega gerðir eins og ég og þess vegna seljast rómantískar gamanmyndir:)
en talandi um hryllingsmyndir þá ég lét mæla hversu mikið frost Ari þyldi um daginn og komst að því að vatnið í vatnskassanum er eldrautt og þegar búið var að sprauta því í tækið sem mælir frystiþolið (hef ekki hugmynd um hvað það heitir) þá leit planið út eins og við hefðum slátrað litlu dýri ... eldrauðir pollar útum allt, alls ekki fallegt og sá sem kom á eftir mér hefur eflaust litið bensínfólkið hornauga ... fegin að vinur minn sem vann á þessari stöð er hættur, samt ekki, hefði verið gaman að deila þessu eldrauða kælivatni með einhverjum sem ekki var bláókunnugur Dagur - held útimaðurinn hafi heitið Dagur:) ... eða Bjarki? það var amk eitthvað tengt hádegi og sólskini:)
það gengur á ýmsu þessa dagana en ég er ekki orðin svo rugluð að ég hengi nærfötin mín upp til hátíðabrigða, þau eru hins vegar ekki enn fundin enda hef ég ekki verið að leita að þeim sérstaklega ... satt að segja hef ég ekki verið mikið heima undanfarið nema til að sofa og það hefur jafnvel setið á hakanum því ég er komin með kvef - nenni því alls ekki en ef ég fæ hita og má ekki fara út finn ég kannski nærfötin:)
ég held að sumt hjá mér hafi ekki breyst neitt síðan í fyrra þó ég hafi markvisst gengið fram í að breyta sumu:) ég er til dæmis ekki ennþá orðin jólabarn - bíð eftir að þetta komi hjá mér, það var svo margt sem ég gerði ekki sem barn eins og að fá ungbarnaexem, eyrnabólgur og astma ... framantalið kom allt eftir að ég varð fullorðin þannig að ég bíð og vona að kannski næstu jól verði ég orðin jólabarn og hlakki til annars en að fá þriggja daga frí úr vinnunni, kannski fáið þið öll jólakort árið 2007? kannski ekki? :)
farin að sofa því ég man ekki hvað ég ætlaði fleira að segja ;)
Lifið heil
sunnudagur, desember 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Ég sá það nú samt alveg sjálf með mínum eigin augum að þú jólaskreyttir um daginn!!!!
BlondBond er kúl, en er ekkert hægt að gera við þessu ónæmiskerfi þínu. Það er eins og þú sért alltaf veik? Ætli leynilegi aðdáandinn sé fúll yfir því að ég gaf í skyn að hann væri stalker með einu kommenti hérna?
" BlondBond er kúl, en er ekkert hægt að gera við þessu ónæmiskerfi þínu" - hrikaleg setning, Gummi, svo er verið að segja að ég vaði úr einu í annað :)
Þú verður að spyrja aðdáandann hvort hann sé fúll, ég þekki manninn ekki neitt ... þið gætuð rætt ónæmiskerfið mitt í leiðinni ;)
Þú gagnrýnir kommnet, jahérna,lol
Jólin Guðrún.
Eða segjum við ekki rísandi sól....?
Ég fór ekki á Sólstöðublót, hentaði illa.
Eitthvað Ásatrúartengt um að vera á Eyrarbakka 28. des.
Eyrarbakki, er það ekki nálægt Þorlákshöfn ?
Já, varðandi hárið þitt, gæti verið að ég sé að strjúka það í draumum mínum, og því vaknir þú með það svona úfið ?
Þarft að fá þér fjandafælu....
Nei, "Leynilegi Aðdáandinn" er ekki stalker, bara ljúfur drengur sem dáist að þér í laumi. ;-)
Bestu óskir um gott nýtt ár, Guðrún,
frá
"Leynilegum Aðdáanda."
Svona agaleysi gengur ekki, hmmfrrr. Fyrsti dagur nýs árs nær liðinn og nýjasta færzlan frá 17.desember - í fyrra!! :)
"Nýja færslu, nýja færslu!" (sagði stúlkan og hélt á mótmælaspjaldi fyrir framan skjáinn)
"Bond er old news, baby. Komdu með eitthvað nýtt" (hélt hún áfram að kyrja í takt við tónlistina á bakvið)
En seriously, vantar fréttir af þér. Kláruðuð þið pússlið?? ;)
Sammála síðasta ræðumanni, skál!
Viltu vera svo væn að skrifa nýja færslu Guðrún mín. (blíðlega)
Áfram Guðrún. Kooma svooo! (í bootcamp stíl)
Skrifa ummæli