miðvikudagur, apríl 06, 2005

ég er lasin í dag ... finnst samt eins og hafi valið nákvæmlega rétta daginn til að vera heima hjá mér, rosalega er kalt úti:/

ég komst ekki án netið í gær, veit ekki hvað var að en ég gat ekki tengst internetinu þó ég hafi restartað nokkrum sinnum og fiktað og fiktað, þannig að ég fór bara að sofa. Í morgun ákvað ég að prófa aftur en gat ekki horft á tölvuna á meðan ef hún skyldi ekki geta tengst:) ... ég held að ég sé netfíkill:) annars er ég búin að vera að surfa aðeins í dag, ekki mikið bara að skoða ... var til dæmis að skoða e-bay, Ferrari pickup - er það ekki bara málið????:)
ef einhver vill læra að setja upp þvagleggi er hægt að kaupa svona "gínu" til að æfa sig á hérna fyrir stráka og hérna fyrir stelpur ... og hérna er heill listi af gínum og módelum etc. til að æfa sig á, það er búið að banna aðgang að gínunni sem kennir þér að skoða blöðruhálskirtilinn, sleipikrem fylgir :)

hver fílar Star Wars? hver fílar kartöflur? ef þið fílið bæði er þessi síða fyrir ykkur
:) það er fullt á heimasíðunni sjálfri eins og "kynlíf" í tölvuleikjum og frekar súrar vatnsbyssumyndir ...


ekki gefa mér svona vatnsbyssu ...

en ég hef fundið SÍÐUNA, ekki búast við bloggi frá mér næstu dagana, ég ætla að vera á netinu já en ég ætla bara að vera á einni síðu - þið megið koma líka:)

Góðar stundir og passið ykkur á kuldabola

Engin ummæli: