fimmtudagur, febrúar 24, 2005

það var verið að benda mér á að það er langt síðan ég hef bloggað ... jamms, það er langt síðan en gildar ástæðUR:) tölvan heima krassar sífellt þegar ég fer á milli heimasíðna og þá nenni ég ekki að vera að blogga heillanga færslu, ýta á publish og láta tölvuna krassa á meðan hún er að fara á milli ... tölvan í vinnunni, jú, ég verð seint alvöru ríkisstarfsmaður - ég fæ ekki af mér að vera að blogga á meðan ég á að vera að vinna:/ en nýja fína tölvan mín kemst á netið og þar sem ég nota hana í skólanum og er í skólanum núna ... að hlusta á ekki neitt sérstakt sem kemur líka á netið þannig að afhverju ekki að nota tímann ... eða jú, nú verð ég að hlusta

... og ÞÁ koma allir inn á MSN ... týpískt ...

hvaðan kemur allt þetta Aloe Vera? ég var að skoða þessa síðu og þessi planta hefur verið notuð í að minnsta kosti 4000 ár ... til að lækna allt sýnist mér:
sunburn
insect bites
bee stings
boils
carbuncles
cuts
abrasions
rashes
hair loss
headache
high blood pressure
indigestion
viral infections - interesting ....
parasites
constipation
dermatitis - hljómar smitandi ...
dandruff
fatigue - smyrsl eða inntaka? mig langar til að vita það:)
genital herpes
hemorrhoids
gingivitis - hvað er þetta?
gum sores
menstrual cramps
gout
arthritis
rheumatism
acne
warts

hversu stórir eru þessir akrar samt? um allan heim til að aloe-vera-fæða allan heiminn með aloe jógúrti, drykkjum, smyrslum, kremum, deódöröntum, rakakremum, raksápum ... ég fæ smá svona matrix tilfinningu ... :)

annars var ég rosalega hneyksluð í gærkvöldi og ég veit ekki hvort það var vegna þess að ég var að horfa á þátt um sjálfpyntingu kvenna eða að það skuli flokkast sem sjónvarpsefni .... :/
hafið þið séð The Swan? hvað er málið? ... það er búið að gera tvær seríur af þessu þannig að fólk hlýtur að horfa á þetta reglulega og auglýsendur hljóta að sjá hag sinn í að auglýsa í hléunum ... en ég er ekki alveg að skilja þetta allt saman:)

góðar stundir

Engin ummæli: