mánudagur, júlí 04, 2011

mig hefur verið að dreyma alveg rosalega mikið undanfarið, óvenjulega mikið, enda mikið að gerast þessa dagana.

um daginn dreymdi mig að ég væri með fólkinu sem ég umgekkst mest á menntaskólaárunum og það var heilmikið að gerast, bæði þá og í draumnum. við vorum í turni og alltaf endalaust á leiðinni upp og niður og inn og út og sækja þennan og skutla þessum, baka og elda og borða og drekka ... bara eins og við vorum alltaf að gera nema við vorum ekki í turni þá, aðallega heima hjá þeim sem átti foreldra í útlöndum og síðast í íbúð á Seljaveginum ... þetta var afskaplega fínn draumur en þegar síminn klukkan hringdi sex um morguninn (á laugardegi nota bene, ónáttúrulegt í alla staði) var ég verulega djúpt í draumnum ennþá. ég settist upp og ætlaði frammúr þegar vinur minn sagði að ég gæti ekki farið því við ætluðum að nota símann minn til að hringja í þann sem við vorum að sækja því þá gætum við hringt ókeypis innan kerfis því það átti enginn inneign ... það var ekkert okkar með síma á þessum tíma þannig að inneignarvandamál voru ekki okkar vandamál en í draumnum var það sjálfsagt. ég sagðist verða að fara því ég yrði að mæta sjö en þau mættu auðvitað fá símann minn lánaðan þó ég færi.

þegar ég var hálfnuð að bursta tennurnar fattaði ég að það myndi engum hjálpa þó ég skildi símann minn eftir á miðju rúminu mínu, ekki fyrr.

í gær settist ég upp og röflaði um vatn á gluggunum, lokaði þakglugga, röflaði meira, spjallaði og fór svo að hrjóta ... man ekki eftir neinu af þessu því ég var sofandi og mér var sagt að ég hefði gert þetta ... en auðvitað trúi ég ekki orði því ég hrýt ekki

dásamlegt lag ... flutt af manninum með rödd guðs



lifið heil

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehehe mig dreymir alltaf eitthvað svona klikkað, er stundum ósköp fegin að enginn getur lesið draumana mína því sennilega væri búið að leggja mig inn fyrir suma þeirra....
Mér hefur stundum verið sagt að ég tali í svefni en það er bara bull;o)
Verðum að fara að hittast bráðum...Valgerður